Skírnir - 01.04.1987, Page 39
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
33
Trúar-skáld, þér titrar helg og klökk
tveggja alda gróin ástar-þökk;
niðjar Islands munu minnast þín
meðan sól á kaldan jökul skín!
Hallgrímur er skáld rétttrúnaðarins þegar allt er í íöstum skorð-
um er trúna varðar. Tveim öldum síðar yrkir síra Matthías trúar-
ljóð á efagjarnri öld þegar trúarlærdómarnir eru dregnir í efa og
teknir til róttækari endurskoðunar en nokkru sinni fyrr. En Matt-
hías á það sameiginlegt með síra Hallgrími að vera skáld trúarviss-
unnar eftir sem áður, síra Hallgrímur andspænis þjáningu og kvöl,
Matthías andspænis efa og vantrú.
I erindi Matthíasar um Hallgrím þegar þrjár aldir voru liðnar frá
fæðingu hans, 1914, er forvitnilegt að sjá, hvernig svo eindreginn
nýguðfræðingur fjallar um höfuðskáld rétttrúnaðarins. Hallgrím-
ur er tekinn gildur. Að vísu fyrirgefst honum allur rétttrúnaðurinn
vegna þess, að það sem mestu máli skiptir að mati Matthíasar er
undirtónn Passíusálmanna, en hann er „lifandi elskusamband
[Hallgríms] við lausnara sinn“. Svipað viðhorf hafði Matthías
raunar oftsinnis látið í ljós áður, t.d. í fyrrnefndu bréfi til síra Jóns
Bjarnasonar 10. okt. 1895: „Annars er mér hjartanlega sama um
confessiones [trúarjátningar] ef menn elska og óttast Guð.“27
Seinni hluti setningarinnar er raunar nánast orðrétt upp úr Fræðum
Lúthers hinum minni, útskýring Lúthers á fyrsta boðorðinu: „Vér
eigum um fram allt að óttast Guð og elska og treysta honum.“
I fyrrnefndu erindi um síra Hallgrím kemst Matthías svo að orði
um 17. öldina: „Oll blindni þeirrar aldar og öll trúarblindni fram á
þennan dag kemur af að menn ímynda sér, að öll biblían, hversu
háleita hluti sem hún annars geymir, sé bókstaflega guðs orð
spjaldanna á milli.. .“
Afleiðingin var þrenns konar: „ótti fyrir sjálfum guði, alföðurn-
um ...“, „hræðslan fyrir árásum og valdi djöfulsins ...“ og „óttinn
fyrir dauðanum". Greinilegt er, að Matthíasi finnst sitthvað á sinni
öld minna á öld Hallgríms. En kjarninn í erindi þessu fjallar um trú
Hallgríms og um hana segir þjóðskáldið:
Skírnir - 3