Skírnir - 01.04.1987, Side 40
34
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Trú er annað og meira en trúfræði . . . Alföðurnum himneska er nóg að
treysta - og honum verða menn að treysta, þótt ekki verði fyrr en fokið er
í öll skjól og ekkert eftir af heimsins gæðum og vísindum nema drafið svín-
anna. Þessa trúar- og lífsskoðun hefur og vort mikla trúarskáld gjörla
þekkt, þótt hann oftar fylgdi kenningarkröfum sinnar tíðar - kendi og boð-
aði í tíma og ótíma hina kirkjulegu sáluhjálparleið gegnum Krists fórnar-
dauða. Fórnar- eða friðþægingartrúin stafar að vísu frá bernskutíð þjóð-
anna, því að mannkynið hefir jafnan ósjálfrátt fundið til síns óumræðilega
skorts á þeirri hrósun, sem fyrir guði gildir. Sú trú finnst og fjöldanum eðli-
leg og ómissandi. En hinsvegar þykir enginn efi á, að drottinn vor og meist-
ari boðaði enga trúarfræði, heldur kendi eins og sá er vald hafði, kendi
framar öllu öðru guðs eilífa faðerni og hvernig kærleikans almáttugi faðm-
ur stendur opinn öllum hans börnum, skilyrdislaust... Fyrst og síðast talar
hann [Hallgrímur] til vor og vottar sitt lifandi elskusamband við endur-
lausnara sinn.28
9. Móðirin og athvarfið blíða
Nú kynni einhver að spyrja: hver var þá kjarninn í boðskap síra
Matthíasar eftir að hann hafði farið í gegnum þennan lífsháska,
þennan mikla hreinsunareld efasemda, kvíða og ótta? Eftir að hafa
lesið alla þessa miklu trúarheimspeki og kynnt sér aðskiljanlegar
stefnur og strauma í evrópskri og bandarískri menningu? Var hann
ekki leitandi? Jú, hann var að leita í vissum skilningi, en það sem
hann leitaði að var einfaldleikinn, hið einfalda og sanna. Og það
sem hann fann var það sem hann hafði alltaf átt. Það sem hann fann
var ást móður sinnar. Víkjum nánar að þeirri fullyrðingu því að hér
er áreiðanlega komið að einhverjum athyglisverðasta þættinum í
guðfræði og lífsviðhorfum síra Matthíasar.
Hverfum fyrst aftur til ársins 1921 og gluggum í ritgerð Sigurðar
Nordal og lesum, hvað hann hafði að segja um kynni sín af síra
Matthíasi. Hann segir, að sér hafi fundist mest til um Matthías af
öllum mönnum, sem hann hafi kynnst og heldur svo áfram á þessa
leið:
Hann var ekki einungis stórskáld heldur bráðgáfaður maður, fljótur að
skilja, skarpskyggn á nýjungar og aðalatriði. Þrátt fyrir hamfarir andans
vissi hann jafnan vel, hvað hann fór, fann gjörla, hvað vel hafði tekist bæði
hjá sjálfum sér og öðrum. En í dómum hans stjórnaði mannúðin greindinni
og bar hana stundum ofurliði... Hann gat vel sagt eins og Gunnar á Hlíð-