Skírnir - 01.04.1987, Page 42
36
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
Þá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og enda, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan bezt hefir dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
Og enn mætti kveðja eitt vitni til. Það er Jónas frá Hriflu, sem hefur
þetta að segja: „Trúarlíf hans var sívakandi. A hann sóttu oft trúar-
legur kvíði og efasemdir . . . Hann las og braut til mergjar speki
mikilla vitringa og duldar rúnir. En niðurstaðan varð ætíð hin
sama. Hann kom heim að knjám móður sinnar.“33
En er þessi afstaða andans manns af stærðargráðu síra Matthíasar
forsvaranleg? Voru ummæli hans um móðurina ekki sögð á hrifn-
ingarstundu, t.d. þegar hann situr í elli sinni við að rifja upp endur-
minningar bernskunnar vestur í Skógum í Þorskafirði og sér allt í
gullnum ljóma? Getur hann svona nánast snúið bakinu við allri
fræðilegri umfjöllun um grundvallarspurningar lífsins? Síðustu
spurningunni er vissulega ofaukið eins og sjá má af ritum hans
mörgum og margvíslegum. En orðin um móðurina vekja forvitni
og þegar betur er að gáð kemur í ljós, að þeim má jafnvel líkja við
efsta tindinn á ísjakanum: niðri í djúpinu er miklu meira sem nú
skal vikið að.
Það ber að hafa í huga, að Matthías var skáld. Hann hlýddi köll-
un skáldsins fúslega alla ævi sína. Og sem skapandi listamaður fæst
hann við lífið og tilveruna á annan hátt en vísindamaðurinn eða
heimspekingurinn. Hann sundurgreinir ekki aðeins eins og vís-
indamaðurinn og trúarheimspekingurinn, hann setur hlutina sam-
an í heildarmynd. Lífsviðhorf hans mótast af sköpun og umhyggju
- ekki einungis skilgreiningu og útlistun. Sem listamaður leitast
hann við að búa manninum athvarf í háskalegum heimi.
Fróðlegt væri að bera viðhorf Matthíasar - sem Sigurður Nordal
er glöggskyggn á - saman við viðhorf ýmissa þeirra andans manna,
sem mótað hafa stefnur í evrópskri menningu. Blaise Pascal (1623-
1662), franski heimspekingurinn, sem átti sinn þátt í að búa í hag-
inn fyrir upplýsingarstefnuna og þar með nútímahugsun, var mað-
ur skynseminnar. En vel að merkja ekki sams konar viðhorfa til
skynseminnar og oft varð ofan á þegar frá leið (t. d. hjá Descartes):