Skírnir - 01.04.1987, Page 47
JÓN HJALTASON
Matthías Jochumsson og Þjóðólfur
Fáein upphafsorð um Matthías og Þjóðólf
MatthÍAS JOCHUMSSON fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í
Þorskafirði. Tæpum 39 árum síðar, 4. maí 1874,komútfyrstatölu-
blað Þjóðólfs undir hans stjórn. Hann var þá sigldur maður, tvígift-
ur og ekkill, prestvígður en án brauðs og skáld. Blaðið keypti hann
með aðstoð enskaprestsins Roberts Spears. Það varð fljótlega ljóst
að Þjóðólfur var ekki hinn sami undir stjórn Matthíasar og hann
hafði verið í tíð fyrirrennara hans á ritstjórnarstólnum, Jóns
Guðmundsonar. Sama daginn og Þjóðólfur kom út í fyrsta sinn
undir stjórn Matthíasar skrifaði hann prestinum Jóni Bjarnasyni í
Ameríku að Þjóðólfur myndi þakka konungi stjórnarskrána en
geyma sér að stæla um galla hennar fyrr en hún væri fullreynd - nú
riði á að draga saman þjóðarkraftana til framkvæmda.1 Þann 27.
nóvember 1880 kom út seinasta tölublað Þjóðólfs undir stjórn
Matthíasar, hann var þá ekki enn byrjaður að hnýta í stjórnar-
skrána svo nokkru næmi.
Fyrstu tölublöðin helgaði Matthías konungskomunni og stóð
svo fram á árið 1875 að frásagnir af henni settu mestan svip á blaðið.
Þá fékk eitt mesta hitamál þessara ára, kláðamálið, sitt rúm. Frétta-
klausur frá Danmörku og Ameríku birti Matthías alltaf endrum og
sinnum og eins tók hann góðar skorpur í að greina frá innihaldi
norðanblaðanna, Norðanfara og Norðlings. Mörg betri kvæða
Matthíasar urðu til á ritstjórnarárum hans og birti hann þau í blaði
sínu. Nægir að nefna þar kvæðin „Eggert Ólafsson", „Ó, faðir gjör
mig lítið ljós“ og „Börnin frá Hvammkoti". Fleiri ljóð birtust í
blaðinu en eftir ritstjórann einan, til dæmis átti Steingrímur Thor-
steinsson þar fáein. Eins íslenskaði Steingrímur indverskt ævintýri
fyrir Þjóðólf og birtist það sem framhaldssaga í blaðinu, svolítið