Skírnir - 01.04.1987, Page 49
SKIRNIR
MATTHÍAS OG ÞJÓÐÓLFUR
43
Mín elskaða þjóð þú ert enn í peysu,
þú ert enn að byrja þá löngu reisu
úr amlóðans baðstofu gegnum göng,
grafin af moldvörpum, lág og þröng.
Það er von þú sért rám og von þú sért lotin
og von þú standir oft ráðaþrotin
með hendur í vösum. Og höfðingjarnir þínir,
þessir háeðla dyggðprýddu synirnir mínir,
þeir látast ei tíðum sjá lifandi ráð,
nema lifa og deyja upp á kóngsins náð.
Þú vilt þó í sannleika losast úr læðing,
þig langar og þyrstir í endurfæðing,
þú vilt þó mannast og verða þjóð
En þrumaðu stilltara um þjóðarvilja
því það er orðið, sem fæstir skilja
meðan að sundrungar sálin leiðir
situr við stýrið á þjóðlífs skeiði.2
I fjallkonunni var Matthías lifandi kominn. Hann sá þúsund ára
gamla þjóð sem, þrátt fyrir aldur sinn, hafði ekki komist úr vöggu
og varla að hún væri enn komin úr reifunum. Hún var „í peysu“ og
gangan úr „amlóðans baðstofu“ var rétt hafin. Og útgönguleiðin til
betra mannlífs og fegurra var ekki greið heldur þvert á móti í gegn-
um þröng og lág göng að fara. Það var því lífsspursmál Islendingum
að þeir stæðu saman á hinni erfiðu vegferð er beið framundan. En
því var ekki að heilsa þegar líða tók frá þjóðhátíðarárinu 1874, að
minnsta kosti ekki í orði kveðnu.
Allar götur frá því um og fyrir 1850 hafði Jón Sigurðsson gefið
tóninn í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Draga átti alla stjórn innan-
landsmála undir íslendinga sjálfa en um full sambandsslit var ekki
rætt og efasamt að sú hugsun hafi hvarflað að nokkrum manni á
þessum tíma. íslendingar vildu vera og voru hollir sínum arfa-
kóngi. Þegar Kristján IX. kom til landsins á þúsund ára byggðaraf-
mæli þjóðarinnar var honum tekið opnum örmum. I pússi sínu
hafði hann „stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands". Þá
orti Matthías, staddur einhvers staðar í skýjum: