Skírnir - 01.04.1987, Page 50
44
JON HJALTASON
SKIRNIR
Með frelsis-skrá í föðurhendi
þig fyrstan konung Guð oss sendi;
kom heill, kom heill að hjarta Fróns.?
Vopnabróðir hans til þessa, Jón Sigurðsson, var hins vegar ekki
jafn gagntekinn, hvorki af hinni nýfengnu stjórnarskrá né heldur
persónu konungs, og hvernig sem á því stóð hafði Jóni ekki verið
boðið til hátíðahaldsins heima á Islandi. I Andvara, sem hóf göngu
sína þetta sama ár, birtist löng ritgerð eftir Jón um stjórnarskrána
nýju, sú síðasta sem hann skrifaði um stjórnskipunarmálið. Hann
talaði þar enga tæpitungu og klykkti út með djörfum dómi um þá
ríkjatilhögun sem stjórnarskráin átti meðal annars að verja:
Og hvað verður nú þessi ríkisskipun, þegar farið er að gá betur að ? - Ekkert
annað en stjórnartildur, sem molnar jafnóðum og hrynur meira eða minna.
I stjórn Islands sýnir hún sig annaðhvort í mótstöðu gegn frjálsri framför
lands og þjóðar, eða í drottnunarfýsn yfir þeim, sem eru minni máttar,.. .4
Eftir skoðun Jóns á stjórnarskránni nýfengnu hafði Matthías
beðið og rekið á eftir Jóni að skrifa greinarkorn um málið í Þjóðólf.
Má það raunar teljast með nokkrum ólíkindum hve mikið var til
þess tekið alla tíð sem Jón hafði að segja um samskipti íslendinga
og Dana. Hann bjó mestan sinn aldur í Kaupmannahöfn, og þá
sjaldan hann brá sér heim þá var það til að sitja þing og þar var hann
yfirleitt kjörinn forseti þess og gætti því minna í umræðunni en efni
stóðu kannski til. Þrátt fyrir þetta var hann hinn ókrýndi leiðtogi
íslendinga á þessum árum. Væri einhver gagnmálugur Jóni eða
reyndi að halda til jafns við hann þá þurfti sá vanalega ekki um að
binda. Aður en nokkurn varði var andstæðingurinn róinn út af
gærunni af Jóni og hans fylgismönnum, eins og henti Sveinbjörn
Hallgrímsson, fyrsta ritstjóra Þjóðólfs, þegar hann, að því er
virðist, var neyddur til að láta af ritstjórn blaðsins 1852. Slíkum
undanvillingum varð ekki nema þrennt fyrir: að snúa við á sér hett-
unni og ganga í raðir andstæðinga Jóns, draga sig í hlé út úr skarkala
baráttunnar eða játa yfirsjónir sínar og lofa fylgispekt við Jón.
Matthíasi var því allmikill vandi á höndum. Hann var á öndverð-
um meiði við Jón án þess þó að vera læstur í neina höfuðreglu.
Hann vildi allrahelstfylgjajóni „eftir lifandi og dauðum“ og veigr-