Skírnir - 01.04.1987, Page 52
46
JÓN HJALTASON
SKIRNIR
annað að hafa í matinn en morkin þorskhöfuð sem leggja varð í
bleyti og tyggja ofan í börnin?9 Vitaskuld var hnýtt í Matthías fyrir
þessa afstöðu; hver var hann að snúast gegn forsetanum sjálfum?
En hvað varð svo ekki upp á teningnum næstu 6-7 árin? Hyggjum
örlítið nánar að því.
A sama ári og Matthías tók við Þjóðólfi var tyllt fótum undir
þann mann sem átti eftir að verða einn helsti ritstjóri landsins fram
yfir aldamótin 1900, Björn Jónsson. Fékk hann í hendurnar nýtt
blað, ísafold, sem vera átti málgagnjóns Sigurðssonaroghans tagl-
hnýtinga. Sem vera bar og til var ætlast tók blaðið í sama steng og
Jón, að minnsta kosti fyrst í stað, en þegar frá leið bólaði æ minna
á stefnufestunni í frelsisbaráttunni hjá blaðinu.10 Um það leyti sem
mesti vígamóðurinn var að renna af ísafold og Birni, hóf Norðling-
ur göngu sína á norðurlandi. Ritstjóri hans var uppflosnaður laga-
nemi, Skafti Jósefsson, svili þeirra Tryggva Gunnarssonar og síra
Arnljóts Olafssonar. Þetta var sumarið 1875. Næstu 6 árin var
Norðlingur að heita má eina blaðið sem rak hvassa gagnrýni á land-
stjórnina og stjórnarskrána.
Matthías einn varð til að skjóta skildi fyrir stjórnarskrána og
mæla henni bót, aðrir þögðu þunnu hljóði. Hann leyfði sér jafnvel
að efast um að það væri aldeilis víst að á henni væru stórvægilegir
gallar.11 Þetta gat Norðlingur ekki liðið með nokkru móti og hefði
áreiðanlega hlaupið í harða kekki með blöðunum tveimur ef Matt-
hías hefði ekki verið sá sem hann var. I norðanblaðinu var sveigt ill-
yrmislega að Matthíasi og hann sakaður um að kynda undir „þjóð-
legu sjálfsmorði“ með því að predika „friðsemi í þjóðmálaskipan“.
Honum var borið á brýn „pólitískt rænuleysi“ og til að strá salti í
sárin var látið að því liggja að Matthías bekkjaðist í þeim andskota-
hópi allra sannra Islendinga sem væri versti fjandi „lands og lýðs og
velferðar hvors um sig“.12 Ekki eyddi Matthías miklu púðri í að
svara starfsbróður sínum en í stuttri grein komst hann þó yfir að
kalla Norðling eintóman maur og mykju og ritstjórann Kvillanus-
blesa.13 En þessar hnippingar ristu ekki djúpt fremur en gert hafði
glíma þeirra tveggja forðum, úti fyrir dyrum Lærða skólans, þar
sem Matthías felldi fyrst Skafta og Skafti síðan Matthías.14 Þegar
Matthías, ellefu árum síðar, fluttist til Akureyrar var hann ekki öll-
um aufúsugestur í þeim bæ. Óttuðust menn að skáldið og prestur-