Skírnir - 01.04.1987, Page 54
48
JÓN HJALTASON
SKIRNIR
helsta hugðarefni ritstjórans. Sagnfræðingurinn Gunnar Karlsson
er einn þeirra sem falla í þessa gryfju. Skýringuna á svokallaðri
niðurlægingu blaðsins í tíð Matthíasar segir Gunnar vera þá að
Matthías „var stefnulítill og áhugalaus um stjórnmál, en fyllti blað-
ið af ákaflega háfleygri lífsspeki sem almenningur hefur varla fylgst
mikið með“.20 Það má svo sem til sanns vegar færa að Matthías
þafði ekki alla sálina í stjórnmálaerjum þessara ára sem hann raunar
sjálfur kallaði heimskulegt þref,21 en hitt er eins og að tala út úr hól
að segja að hann hafi hvorki verið hrár né soðinn í afstöðu sinni til
stjórnmálaástandsins. En stefna hans, „sem öll snerist í jafnaðar og
friðarátt“,22 féll ekki í kramið hjáöllum, hvorki þánénú. Arið 1874
var það óðs manns æði að bera í bætifláka fyrir stjórnarskrána og
mæla Dönum bót. Það var því ekki við öðru að búast en að ein-
hverjum samferðamönnum Matthíasar þætti Þjóðólfur vera orðið
hálfgert fúlegg, en síst skyldi það gleymast að Matthías gerði sér far
um að birta greinar bæði eftir sjálfan sig og aðra sem hann taldi
hvetja til uppbyggingar lands og lýðs svo ekki þyrfti landinn lengur
að „lifa og deyja upp á kóngsins náð“. Þetta varð á kostnað póli-
tískra greina og ekki síður hinnar „háfleygu lífsspeki" sem sumir
hafa séð geisla af síðum Þjóðólfs þessara ára. Og vert er að geta þess
að þeir voru nokkrir sem, eins og Matthías, vildu láta reyna á kosti
og galla stjórnarskrárinnar. Um það ber til dæmis vitni niðurstaða
sýslufundar Arnesinga, sem haldinn var í júní 1876, þess efnis að
þrátt fyrir ýmsa agnúa á stjórnarskránni þá væri samt sú stund ekki
upp runnin að rétt væri að fara fram á breytingar á henni.23
Það er mála sannast að lengi vel voru blöð 19. aldar notuð nær
eingöngu sem einhvers konar viðspyrna í því pólitíska kappsundi
sem þá tíðkaðist, og var atvinnu- og menntamálum miklu minni
gaumur gefinn. Um kjör og aðbúnað almúgans var ekkert skrifað.
Þessa hefð braut Matthías Jochumsson.
Matthías og fjármálastefna Þjóðólfs
Ef leyfa má sér þann glannaskap að tala um dauðasyndir í einu orð-
inu og Matthías í hinu þá var hin fyrsta dauðasynd hans sú að
þybbast gegn Jóni Sigurðssyni og bera sletturnar af Dönum og
stjórnarskránni. Önnur stórsynd Matthíasar í augum samtíma