Skírnir - 01.04.1987, Síða 55
SKÍRNIR
MATTHÍAS OG RJÓÐÓLFUR
49
hans var að mæla með lántökum, Þetta eigum við, sem nú stöndum
í blóma lífsins skuldum vafnari en skrattinn skömmunum, að von-
um erfitt með að skilja, en þá voru tímarnir aðrir og kjörorð aldar-
innar var sparnaður. Matthías fór sjálfur ekki varhluta þessa þanka-
gangs þó hann ætti síðar eftir að verða áræðnari en flestir landar
hans í tillögum um fjárhagsmál.
1. júlí árið 1875 setti landshöfðinginn, Hilmar Finsen, hið fyrsta
löggefandi alþingi Islendinga á nýjum tíma. Þingið var haldið í
Lærða skólanum. Það var ekki aðeins að þingmenn færu með lög-
gjafarvald í innanlandsmálum, heldur höfðu þeir einnig fjárveiting-
arvald - en auðvitað urðu allar tillögur þingsins að hljóta náð fyrir
augum konungs því hann átti sem fyrr og síðar ávallt seinasta orðið
í öllum málum.
Þó Matthías lyki lofsorði á starf þingsins sá hann engu að síður
ástæðu til að áminna þingmenn um að gæta þess að ekki yrði halli
á fjárhagsáætluninni fyrir landið:
Aætlunin verður að vera svo fast ákveðin að tekjunum til, að aldrei á vanti
en heldur sje um fram og sjer hver maður, að þetta er búmannlegra en að
ætla of mikið á um tekjur.24
Matthías var svo sannarlega ekki einn á báti um þessa skoðun.
Menn eins og Tryggvi Gunnarsson, Arnljótur Olafsson og Grímur
Thomsen, sem allir gáfu tóninn um stefnumið, voru honum hjart-
anlega sammála. Þá vantaði svo sem ekki viljann til framkvæmda,
að minnsta kosti verður því seint dróttað að Tryggva, en hin alda-
gamla bændamenning þvældist fyrir þeim og sparsemin var þeim í
blóð borin helst til um of. Afleiðingin varð sú að ávallt var verið að
safna í sarpinn fyrir mögru árin. Fyrir tekjuafgang fjárlaganna voru
keypt dönsk ríkisskuldabréf. Þeim viðskiptum tóku Danir fegins
hendi því J. B. S. Estrup var á þessum árum í óða önn að víggirða
Kaupmannahöfn fyrir næstu fangbrögð við Prússa.
Það má með nokkrum sanni segja að graftarnaglinn í flestum
meinum Islendinga langt aftur í aldir hafi einmitt verið þessi
óhemju forsjálni. Græddur er geymdur eyrir, segir máltækið, og
víst er um það að íslenskir bændur hafa löngum verið allra Islend-
inga skattsárastir og svarið sig þannig í ætt við starfsbræður sína í
Skímir - 4