Skírnir - 01.04.1987, Page 56
50
JÓN HJALTASON
SKIRNIR
öðrum löndum. Fremur kusu þeir að tapa stórfé en að samþykkja
nýjar eða hækkaðar álögur. Raunar voru allar breytingar þeim
þyrnir í augum, og að verja sameiginlegu fé landsmanna til upp-
byggingar í einstökum landshlutum var ekkert annað en bruðl. Af-
leiðingin varð sú að Islendingum safnaðist fé jafnframt því sem þá
skorti allt til alls.
A þingi 1877 upplýsti landshöfðinginn að viðlagasjóður hefði í
árslok 1876 átt tæpar 463.000 krónur og landssjóðurinn um
90.000,25 en í þessa tvo sjóði runnu allar tekjur landsmanna. Og svo
voru þingmenn samstíga alla 19. öldina að einu stórframkvæmd-
irnar sem þingið stóð að var bygging alþingishússins 1880 til 1881
og brúun Ölfusár 1891 og Þjórsár fjórum árum síðar. Flest ann-
að var látið sitja á hakanum. Hafnarmannvirki var hvergi að finna
meðfram ströndum landsins alla 19. öldina og ljósvitar voru telj-
andi á fingrum annarrar handar árið 1900.26 Hestvagnar þekktust
ekki og landbúnaðurinn var stundaður með svipuðu lagi og á þjóð-
veldisöld. Til marks má hafa að Torfi Bjarnason olli byltingu í
verkháttum bænda þegar hann 1867 flutti inn skosku ljáblöðin og
þá fyrst datt gamla íslenska ljáspíkan upp fyrir.27 Fyrstu heyvinnu-
vélarnar, sláttuvél og rakstrarvél, fluttust ekki til landsins fyrr en
undir lok aldarinnar.28 í útgerðinni var ástandið síst skárra, jafnvel
Færeyingar rassskelltu miðin út af ströndum landsins þegar flestir
íslenskir sjómenn áttu ekki annað en opna róðrarbáta að fleyta sér
á og urðu að halda sig mest innanfjarða. Árið 1874 áttu landsmenn
3300 fiskibáta, sem væri þó nær að kalla skektur, því meira en
helmingur þeirra var aðeins tveggja manna fley. Þegar kom fram á
seinasta áratug aldarinnar skreið fjöldi þilskipa í eigu íslendinga
yfir fyrsta hundraðið. Og nærfellt það eina sem þingmönnum datt
í hug var að spara. Þingið veitti þó reglulega til strandsiglinga og
viðhalds fjallvega, enda hvort tveggja talið koma allri þjóðinni í
hag.
Matthías sá stöðnunina í samfélaginu og nánast eins og fjölsjá
þjóðar sinnar vildi hann gera vopnahlé í stjórnfrelsisbaráttunni,
draga saman krafta þjóðarinnar og leggja undirstöðurnar undir
vegi, alþýðuskóla, póstferðir og atvinnuvegina, að ógleymdu sjálfu
þinginu og þjóðviljanum sem skyldi verða heldur „ólærðari“ en
meira „praktískur“.30 En til alls þessa skorti peninga. Kaupmenn