Skírnir - 01.04.1987, Page 57
SKIRNIR
MATTHÍAS OG ÞJÓÐÓLFUR
51
voru mjög tregir að láta þá af hendi og voru heldur ekki nauð-
beygðari til þess en svo að fyrir kom að menn stóðu í hinu mesta
harki að fá hjá þeim peninga, jafnvel þó til greiðslu opinberra gjalda
væri, en þau varð að borga í reiðufé. Það var því kaupmanninum
innan handar að neita mönnum um mynt ef honum féll ekki hvern-
ig átti að ráðstafa henni. Kom þá fyrir lítið þó maðurinn væri
stöndugur bóndi og ætti inneign hjá versluninni. Þannig var versl-
unarfrelsið. Bankar voru engir í landinu fyrir mitt ár 1886 en þá hóf
Landsbanki Islands starfsemi sína. Tíu árum fyrr vakti Matthías
máls á þessu ófremdarástandi og hvatti eindregið til þess að komið
yrði upp banka í Reykjavík með útibúum að minnsta kosti á Isa-
firði, Akureyri og Eskifirði. Hann benti á að það væri óneitanlega
nokkuð barnalegt að tala um að stofna skóla, leggja vegi, byggja
skip, stofna verslunarfélög og fleira ef þjóðin hefði ekki „skilding
tii neins“. En það hefur sjálfsagt farið fyrir brjóstið á mörgum
hvernig Matthías vildi koma fótunum undir bankann. Hann hvatti
nefnilega til þess að alþingi fengi fé að láni hjá Englendingum, í
kringum £100.000.31 En það stóð ansi aftarlega í flestum þing-
mönnum, ef ekki öllum, að taka lán fyrir hönd þjóðarinnar. Slíkt
gat ekki táknað annað en siðspillingu og stimpli fjárglæfra og
óráðsíu var umsvifalaust þrýst á það.
Eins og þegar er drepið á þá hafði Matthías sjálfur minnt á nauð-
syn sparnaðar og að ekki væri eytt umfram efni, en hann var greini-
lega orðinn afhuga þessari hugmynd hálfu ári síðar (um mitt ár
1876) þegar hann skrifaði um bankamálið. Og hann átti eftir að
taka enn betur af skarið um afstöðu sína til peningamála og fram-
kvæmda. 1 september og október þetta sama ár (1876) birti hann
langa grein um brýr á ám.32 Þar er áréttuð nauðsyn góðra sam-
gangna ef takast á að drepa þjóðina úr dróma vanafestu og deyfðar.
Á íslandi stingi það margan erlendan ferðamanninn hvað mest í
augu hversu sinnuleysi landsmanna um brúun vatnsfalla er algjört.
Jafnvel Elliðaárnar, sem varla gátu talist annað en spræna, voru
óbrúaðar 1876 þrátt fyrir þá staðreynd að fjölmargir, sem þurftu
eitthvað að sækja til eða frá Reykjavík, urðu að fara yfir þær. En
það gat orðið hættuspil og stundum urðu þær allsendis ófærar yfir-
ferðar. En hvernig átti að standa straum af kostnaðinum við
brúarbyggingar og vegalagnir, sem hlutu að fylgja í kjölfarið ? Svar-