Skírnir - 01.04.1987, Side 66
60
GUÐNI ELÍSSON
SKIRNIR
Hér á eftir mun ég leitast við að greina þá kynferðisbundnu
skáldvitund sem birtist meðal karl- og kvenskálda nýrómantíkur-
innar og athuga hvernig hennar gætir í skáldskap þeirra.3
Rómantíkin hafði mikil áhrif á skáldímynd aldamótakynslóðar-
innar. Hugmyndin um hinn hamslausa skapandi snilling, sem gat
sveiflast milli engils og erkidjöfuls, styrktist þá og treystist í sessi.
Menn trúðu nú á glötuð skáld, úrelt siðferði, fegurð hins illa og
hræðilega og hötuðu og fyrirlitu hinn blinda múg. Hugmyndir sem
þessar voru tíðar í Evrópu um svipað leyti og eru oft kenndar við
aldalokin (fin de siécle) þegar menn tóku að efast um gamlar og oft
úreltar siðareglur. Einn helsti boðberi nýrra tíma var þýski heim-
spekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) en kenningar hans
um ofurmennið og snillinginn skiptu sköpum fyrir norræna ný-
rómantík. Þær höfðu mikil áhrif á skáldmyndina, mynd sem karl-
skáldin reyndu flest, að einu eða öðru leyti, að líkjast. Hér má
kannski segja að helst skilji milli skáldvitundar kvenna og karla því
að þessi hugmynd um skáldið samrýmdist á engan hátt kvenmynd-
inni í hugmyndaheimi samtímans. Nietzsche sagði um þær ógnir
sem steðjuðu að ofurmenninu:
Það sem er kvenlegt, það sem á rætur sínar í þrælseðli og sérstaklega í
hrærigraut skrílsins vill nú ráðskast með öll mannleg örlög. O, hvílíkur
viðbjóður! Viðbjóður! Viðbjóður!... Ó, bræðurmínir, afþessumlítilfjör-
legu mannverum stafar ofurmenninu mest hætta.4
Lítum nú á þá mynd sem dregin er upp af karlskáldum nýróman-
tíkurinnar og þá dóma sem Hulda fær sem kvenskáld, dóma sem
spretta af trú á rómantíska snillinginn.
2. Sjálfur Bakkus var í honum
Hann var ekki myrkur í skapi og dró lítt dul á fyrirætlanir sínar, en þær
voru hvorki fáar né smáar . . . framar öllu öðru ætlaði hann sér að verða
skáld, stórskáld!... Maðurinn var í vígahug og einráðinn í því að láta heim-
inn vita af sér og heist að ná honum öllum á sitt vald, ef þess væri nokkur
kostur. Það sagði hann hverjum sem heyra vildi. . .5
Vilji, festa, fullvissa eru orðin sem nota á ef lýsa skal skáld-
draumum þessa unga manns. Hann má kalla samnefnara fyrir