Skírnir - 01.04.1987, Side 67
SKÍRNIR LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA 61
drauma nýrómantísku skáldakynslóðarinnar því að flestir voru
þeir sannfærðir um skáldgáfu sína eða eins og Stefán frá Hvítadal
komst að orði „minna en heimsfrægðar gat maður ekki hugsað til
í þá daga“.6
Þessu skeiði hefur verið lýst á ýmsan hátt gegnum tíðina og ólík-
ar myndir verið dregnar upp af skáldum tímabilsins en oftast er
grunntónninn hinn sami. Myndin af skáldsnillingnum unga, sem er
hafinn yfir alla meðalmennsku, gæddur hamslausum tilfinningum,
gáfaður en gæfulaus. Skáldið verður að manni sem er „. . . afskap-
lega gáfaður, öðruvísi en allt annað fólk, skínandi snauður, sund-
urtættur af bölsýni lánlausrar ævi... “7 En áherslan getur vissulega
verið á öðrum þáttum. Nietzsche vildi að maðurinn sleppti hinum
þvinguðu lífsöflum lausum, væri frjáls gagnvart borgaralegu sið-
gæði til þess að lifa og njóta. A þessa þætti í lund listamannsins
leggur Gunnar Gunnarsson mesta áherslu í lýsingu sinni á Jóhanni
Sigurjónssyni.8 Hann dvelur við díónýsísku öflin í skáldinu sem
varpar frá sér öllum hömlum og lifir í tryllingi hins tvístraða lund-
arfars. „Sjálfur Bakkus var í honum“ eru eftirmæli þessa manns.9
Eðli snillingsins gerir hann að einfara. Hann einangrast vegna
sérstöðu sinnar, því að hann er hafinn yfir fjöldann sem sjaldnast
getur skilið hann. Snillingurinn er til í margs konar myndum.
Hann getur verið skáld eða vísindamaður sem vegna snilligáfu
sinnar vex langt út fyrir takmarkanir samtímans. Hann getur verið
eitt af þeim mikilmennum sögunnar sem Hegel taldi gagntekin af
heimsandanum og hann getur verið andstæða þess: Tilfinningarík
og næm persóna rómantískra bókmennta, sem vegna fínna og við-
kvæmra tilfinninga er upp á kant við hrjúfan veruleikann. Síðast en
ekki síst er hann myrk andhetja sem, vegna skaplyndis síns og/eða
samneytis við dulræn og yfirnáttúruleg öfl, fetar myrka stigu langt
úr alfaraleið.
Þetta er raunverulegt eðli rómantísku hetjunnar. En aðstæðurn-
ar geta hrakið hana enn frekar úr braut almennings. Þá verður hún að
þolanda. Ofund og andstaða meðalmennisins, sem er sterkur í skjóli
fjöldans, geta einangrað snillinginn. Fjöldinn skilur ekki frumleika
og gáfur skáldsnillingsins, hatast og öfundast við velgengni stjórn-
spekingsins, Lstur sig í engu skipta næmi tilfinningamannsins eða
rís upp í borgaralegri siðgæðisvitund sinni gegn athöfnun andhetj-