Skírnir - 01.04.1987, Síða 72
66
GUÐNI ELISSON
SKIRNIR
sínu og þeirri mynd sem menn drógu upp af henni og yrkisefnum
hennar. Einar Benediktsson orti til Huldu kvæði sem frægt er
orðið. Þar segir svo í 1. erindi:
Þú gleðst eins og hjartað sjálft þér segir
og syngur með náttúrubarnsins rödd,
þú vilt, að þig leiði listanna vegir
til ljóssins áttar, til þess ertu kvödd.
Dalasvanninn með sjálfunna menning,
sólguðnum drekkur þú bragarskál,
með átrúnað fastan í ungri sál
á afls og kærleiks og fegurðar þrenning.19
Einar lítur á Huldu sem einhvers konar náttúrubarn, sem sjálf-
lærðan söngfugl íslenskrar náttúru og án efa hefur lýsing hans vak-
ið „eftirvæntingu og forvitni allra þeirra, sem nokkuð hirtu um
bókmenntir“,20 eins og Sigurður Nordal komst að orði, en um leið
markað afstöðu manna til höfundarins og skáldskapar hans. Pró-
fessor Richard Beck segir t. d. að kvæði Einars sé:
. . . frábærlega glöggskyggn og samúðarrík lýsing á skáldkonunni, list
hennar og lífsskoðun, svo að enn standa orð höfundarins að miklu leyti í
fullu gildi. . .21
A þennan hátt festist myndin af skáldkonunni, sem syngur með
rödd náttúrubarnsins, í sessi. Eftirfarandi lýsing Peters Hallberg á
Huldu í Barni náttúrunnar (eftir Halldór Laxness) á allt eins vel við
um mynd þá sem margir ritdæmendur hafa gert sér af skáldkon-
unni Huldu:
Náttúran ein hefur fóstrað hana, og allt eðli hennar er samsteypt náttúr-
unni sjálfri, lækjum hennar, klettum hennar, sólgliti og kvöldhúmi... Hún
er ótæmandi lind af sögum og ljóðum um álfa og öll náttúrunnar undur.22
Þessi mynd af náttúrustúlkunni Huldu, sem þekkir álfa og
huldumenn, er áberandi í skrifum Þorsteins Erlingssonar um hana
(svo sem í ljóði hans „I vísnabók Huldu“). Hulda skilur alla náttúr-
una: