Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA
67
Hún hefur eignast uppi í sveit
allan fuglahljóminn,
og svo margt sem enginn veit,
af því hún skilur blómin.23
í „Huldupistli“ sínum talar Þorsteinn mikið um Huldu og kveð-
skap hennar, en sú skáldmynd sem hann dregur upp er harla ein-
hæf. Um fyrstu kynni sín af Huldu segir hann:
Jeg hafði líka séð stúlkuna og talað við hana og mjer hafði getist vel að
þessu rúmlega tvítuga, gáfaða, góðlátlega og óframfærna barni.24
Verður þessi umsögn að teljast harla furðuleg um tvítuga konu
og hefði vart birst í þessari mynd ef um karlmann hefði verið að
ræða. I sömu grein kallar hann hana fiðrildi eða huldustúlku, litla
söngvarann, sterka barn o. fl. I ritdómi um nýútkomin kvæði
Huldu í Fjallkonunni réttum 5 árum síðar hefur lítið breyst í dóm-
um Þorsteins.25 Þar kallar hann hana náttúrubarn (vin allrar nátt-
úrunnar), vesalings litla huldubarnið og huldustúlkuna. Þegar
hann reynir að verja Huldu gegn árásum Jónasar Guðlaugssonar
og annarra ritdæmenda, verður hún honum fyrirmynd hinnar
þjóðlegu íslensku konu sem hann teflir gegn dönsk-íslensku kaup-
staðardrósinni:
Það mun vera sagt í Lögréttu, að Huldu muni hæfilegri nál og þráður en
skjöldur og sverð. Meir’en svo. En úr því konur hafa verið til og eru enn,
sem gengið hafa hiklaust í hvern bardaga við hlið manna sinna og bræðra
eða vina, finst þá Jónasi Guðlaugssyni að kaupstaða stúlkurnar séu líklegri
til slíks en Hulda. Er ekki vænlegra til þess þó, að eiga einhverjar aðrar og
víðförlari hugsjónir, en að koma á kaffihús með nýjan hatt og nýtt „dress,“
já, dress, einmitt dress.26
I stuttu máli sagt verður því ekki neitað að í dómum sínum um
Huldu var Þorsteinn ætíð jákvæður og hann varði hana með oddi
og egg gegn öðrum harðorðari gagnrýnendum. En ekki er unnt að
segja annað en að sú mynd sem hann dró upp af henni hafi haft
slæm áhrif á skáldmynd Huldu, jafnt í augum almennings sem
hennar sjálfrar. Dæmi um svipað orðfæri og Þorsteinn notar má
nefna í ritgerð Richards Beck um skáldkonuna þar sem hann segir