Skírnir - 01.04.1987, Page 74
68
GUÐNI ELISSON
SKIRNIR
t. d. að hún hafi skjótt orðið eftirlætisbarn ljóðelskra manna og
kvenna í landinu (bls. 30) og ritdóm Matthíasar Jochumssonar
skálds í Norðra27 en hann segir að lýsingin á sálarlífi hennar sé
„barnsleg og einföld" og hann kallar Huldu „barnið, sem hvílir við
brjóst móður sinnar og brosir í gegnum tárin“.
Menn iitu algjörlega framhjá þeirri staðreynd að Hulda var
þroskaður einstaklingur gædd skáldgáfu sem hún þráði að efla og
móta en gat ekki fullnægt nema hún yki við þroska sinn, víkkaði
sjóndeildarhringinn. Horft var næstum með öllu framhjá útþrár-
ljóðunum sem hvað best drógu fram hennar eigin sjálfsvitund. Ef
einhvers staðar vottaði fyrir skilningi gufaði hann á svipstundu upp
eins og dögg fyrir sólu:
En hvort sem Hulda mundi sjálf brjóta fjötra eða ekki, þá getur hún þó
að minnsta kosti farið í dalinn sinn og látið sig dreyma um að leysa sig úr
læðingi.28
Þorsteinn Erlingsson virðist hér, eins og endranær, vera á önd-
verðri skoðun við Einar Benediktsson sem síðar orti svo í Vogum:
„Hver lyftandi von á í ljósinu heima,/því líf er að vaka en ekki að
dreyma.“29
Vissulega finnast undantekningar frá þessari hneigð ritdæm-
enda. Sumir þeirra, sem skrifuðu um ljóð Huldu, ráku augun í aðra
þætti en huldubarnið í ljóðunum. K. F. skrifaði ritdóm um Kvœði
í Norðurland. Hann segir þar meðal annars:
Fjarlægðin heillar hana. Framtíðin laðar hana. Hugur hennar stefnir út-
til annarrar álfu. Þrár og draumar, draumar og þrár, það eru undiröldur
flestra ljóðanna.30
En K. F. gerir sig sekan um „glæp“ þann sem eflaust yrði flokkaður
hjá Johönnu Russ, sem rangfærsla (false categorizing).311 umfjöll-
un sinni um útþrárljóð Huldu segir hann:
Þegar ég les síðustu línur þessara ljóða, kemur mér í hug málverk, sem mér
hefir oft orðið starsýnt á. Það er mynd af konu. Sú kona er ung og óvana-
lega fríð sýnum. Hún er ein - alein. Myrkur allt í kring. Stórar bylgjur
brotna fyrir fótum hennar. Þarna stendur hún í myrkrinu og ölduniðnum
og óvissunni - eins og líkama gædd löngun í blágrænum kjól. Hún ber kolu