Skírnir - 01.04.1987, Síða 75
SKÍRNIR LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA
69
í hendinni og horfir út á hafið. Þaðan væntir hún unnustans - handan úr
annarri álfu. Ekki á skipi - en sundi. Hans vegna ber hún koluna. Og aldrei
hefir skinið veglegri viti.32
Þessi lýsing gefur mjög villandi mynd af ljóðum Huldu. í síðasta
kvæði bókarinnar „Aftanbjarma“, en það er ljóðið sem myndin
sprettur af, segir í lokaerindinu:
Þú andans tign, í auðmýkt lýt jeg þjer,
um eldinn bið, sem þegar slokknar eigi
gef, að það blys, er brann í hendi mjer
bliki á ókominna tíma vegi!
Hver lítill geisli ljós frá himni ber,
að lauf og blómstur jarðar fagna megi.
Svo vildi jeg það, sem lífið gaf mjer, leiða
í ljósum geisla út á djúpið breiða.33
Hana langar til að lýsa út í myrkrið. Hún biður þess að „það
blys, er brann í hendi mjer bliki á ókominna tíma vegi!“ Þetta eru
ofurmennisdraumar. Hún vill vera þátttakandi í lífinu, ekki ein-
göngu áhorfandi. Hún er ekki að bíða riddarans þolinmóð meðan
hann sigrast á hverri hættu, hverri þolraun, hvaða erfiðleikum sem
er, heldur dreymir hana um að halda út á ólgandi hafið, að halda til
framandi landa í ævintýraleit. Þannig snýr K.F. flestum ljóðum
Huldu í andhverfu sína.34
Jónas Guðlaugsson hafði, eins og áður sagði, skrifað býsna harð-
orða grein gegn bók Huldu. Þar gerir hann m.a. grein fyrir þeirri
ástæðu að ljóð Huldu hlutu slíka athygli strax í upphafi. Hann
segir:
1902-1903 fóru að birtast kvæði eftir Huldu í blöðunum og vöktu þá all-
mikla eftirtekt, sem þó ekki var síst að þakka því, að um leið frjettist, að
„Hulda" væri ung sveitastúlka, algerlega sjálfmenntuð.35
Valtýr Guðmundsson talar einnig um Huldu sem unga sveita-
stúlku í ritdómi sínum um Kvædi?k Þetta er athyglisvert þegar haft
er í huga að ummæli sem þessi voru ekki viðhöfð um þau karlskáld
sem voru samtímamenn Huldu og flest úr sveit eins og hún.
Hér virðist skína í gegn sá skilningur að eitt sinn sveitastúlka
verði ávallt sveitastúlka, hvert sem hún heldur og hvað sem hún