Skírnir - 01.04.1987, Side 76
70
GUÐNI ELÍSSON
SKIRNIR
gerir. Minna má á framangreind orð Jóhönnu Russ úr „What can a
heroine do?“ þess efnis að kona geti aldrei verið menntamaður sem
flýi þröngsýni strjálbýlis og leiti til borgar. Hún sleppur ekki frá
vandræðum sínum með því móti. Hún er enn kona og kona sem er
menntamaður eða menningarfrömuður er ekki algeng mynd í
skáldskap eða veruleika samtímans. Menningarládeyðan hér heima
fyrir var vandi flestra karlskálda því að mannfæð og einangrun á Is-
landi kæfði allan listrænan vöxt. Af þessum sökum var atgervis-
flótti aldrei meiri frá íslandi meðal ungra skálda en einmitt á þess-
um árum. Heimsmaðurinn Sigurður Nordal gerði sér manna best
grein fyrir mikilvægi þess að Hulda fengi að víkka sjóndeildarhring
sinn, halda utan til frekara náms og aukins þroska, en:
. . . það var hvort tveggja, að slík fjarstæða sem að senda unga stúlku út
í heim til þess að ná fyllri skáldþroska hefur líklega engum til hugar komið,
enda vafasamt, að hún hefði sjálf getað fallizt á það, þegar átti á að herða.37
Engu máli skiptir sú staðreynd að þetta hafði Sigurður sjálfur
gert og aðrir íslenskir jafnaldrar hans um aldir. Huldu hefði því
vart verið um megn að halda utan til frekara náms, þó að hún hafi
verið kona.
Ljóð Huldu sýna hversu útþráin hefur skotið djúpum rótum í
vitund hennar og af þeirri þrá sprettur síðan draumurinn um landið
handan við hafið. Þetta veit Sigurður Nordal en gerir minna úr en
mér þykir ástæða til. Sigurður segir svo í formála sínum að ljóðaúr-
vali Huldu, Segðu mér að sunnan:
Það, sem Hulda þráir að hafa lifað, er ekki kyrrlát hamingja, heldur mikil
og djúp reynsla . . . Eftir þá miklu siglingu getur hún unað því að finna ör-
ugga höfn í heimilislífi og hjónabandi með traustum og kærum vini, sem
skilur og fyrirgefur allt og ann henni af öllum hug.
Mér er til efs, að mikið væri á því að græða að leita þess, úr hve miklum
efniviði ytri atvika Hulda hafi smíðað þennan draumaheim. Miklu fremur
væri hætt við, að árangur þess háttar leitar skyggði á þau aðalatriði, sem
virðast liggja í augum uppi. Ung stúlka giftist góðum manni, sem hún vafa-
laust er hrifin af .. . Hún er sjálf orðheldin og rótgróin í öllu því, sem síðar
hefur verið nefnt ,fornar dyggðir'. Ferill hennar er markaður, sem eigin-
konu, móður og húsfreyju. En - hún er líka skáldkona, á sér í ríkari en
venjulegum mæli alls konar drauma um að hleypa heimdraganum, kynnast