Skírnir - 01.04.1987, Page 79
SKIRNIR LIF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA
73
frelsi sem listamaðurinn sækist eftir. Af þessum sökum verður
frelsisþránni ekki svalað.
Aftur og aftur hverfur Hulda á vit náttúrunnar í leit að friði og
huggun þegar hlutskipti hennar ætlar að verða henni um megn. I
lokaerindi „Farfuglanna" segir:
Og allt leggst til hvíldar svo ánægt og rótt
og yfir því vakir hin þögula nótt,
og jeg verð svo sátt með að sitja’ eftir heima,
svo sátt með að þreyja og vona og dreyma.47
I fljótu bragði virðist Hulda finna það sem hún leitar að. Það sést
vel í ljóðum eins og „Þar uni jeg bezt“ og „O, sæla sumarkvöld",
þar sem hún segir um sumarkvöldið:
Ó, sumarkvöld, þinn sólarkraftur,
hve sorgin verður mild hjá þjer.
I fegurð þinni finn jeg aftur
þann frið, er lífið tók af mjer.48
Spurningin sem leitar á hugann við lestur þessara ljóða er þessi:
Er Hulda hreinskilin? Það held ég ekki. Einhverja bestu samsvörun
þeirrar sjálfsblekkingar sem gætir í ljóðum Huldu er að finna í ljóði
Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum, „Jeg uni mjer ekki“. Þar, eins
og í framangreindum dæmum, birtist andstæðan : margmenni -
strjálbýli. Ólöf finnur frið í einverunni, fjarri hávaða og glaumi
heimsins og virðist lifa sátt við hlutskipti sitt. En eitthvað er þó að,
því að eftir langa upptalningu á dásemdum náttúrunnar lýkur hún
skyndilega ljóðinu með eftirfarandi orðum:
I einveru hvíld þó jeg finni og friðinn
og fari sviðinn, er eins og mig vanti samt nótu í niðinn,
í náttúrukliðinn.
Svo innanum hljómana unaðar-sæta
mig ómar græta,
því geislunum langar mig mannsaugum mæta.
Jeg má ekki þræta!49