Skírnir - 01.04.1987, Page 81
SKÍRNIR LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA 75
Þó að útþráin sé öllum löngunum sterkari verður Hulda að kæfa
hana og það telur hún auðveldast að gera á heimaslóðum. Hún seg-
ir í niðurlagserindum ljóðsins um heimasveit sína:
Þar við tærar lífsins lindir
löngun þín mun svölun finna,
ást og rósemd endurvinna,
una sæl við bernsku myndir.
Dvel hjá mjer í dala skjóli!
Dimmum niði hafsins gleymdu!
Hryggð og gleði hjá mjer geymdu
heima’ á þreyðu æskubóli.
Fossinn, fossinn syngur, fjöllin kalla,
faðminn breiða sléttar grundir.
Við skulum græða vetrar undir,
vinna og stríða upp til fjalla!54
Lausn Huldu er að yrkja garðinn sinn því að iðnin er æviskjól
eins og hún segir undir lok ljóðferils síns. Ragnhildur Richter segir,
í fyrrgreindri grein sinni, um bók Huldu Söng starfsins (1946) að
þar komi fram sá boðskapur að konur eigi að una glaðar við kúgun
sína því að dyggðin, skylduræknin og innilokunin séu aðeins eftir-
sóknarverðar fyrir þær. I þessari bók komi einnig fram að gæfan
felist í innilokuninni, í því að vera í dalnum. Þetta skilur Ragnhild-
ur sem breytingu á áherslum í ljóðagerð Huldu, sem tilraun skáld-
konunnar til að sætta sig við ríkjandi hefð. Hún telur að í fyrstu
ljóðum Huldu sé hamingjuna nær eingöngu að finna í frelsinu en
undir lok ljóðferilsins beri meira á sáttfýsi við innilokun. Um þetta
er ég Ragnhildi ósammála. Um áherslubreytingu er kannski að
ræða, en Hulda reyndi frá upphafi að sætta sig við hlutskipti sitt og
leita hamingjunnar í einangrun. Það sýna dæmin hér að framan.
Þótt Hulda yrki til dalsins saknaðarljóð í æsku eru þau flest eins
konar yfirbreiðsla og ýmislegt bendir til þess að þau komi ekki frá
hjartanu. Ellen Moers segir svo í grein sinni „Metaphors: A post-
lude“ um hin ólíku landslagstákn í skáldskap kvenna:
Eyðimörkin lokkar þá konu sem elskar sjálfstæði... en hinn ræktaði garð-
ur vekur með henni ógleði sem enginn karlkyns landnemi fyndi til.55