Skírnir - 01.04.1987, Page 85
SKÍRNIR LÍF ER AÐ VAKA EN EKKI AÐ DREYMA
79
Þeir flugu leitandi fjær og nær,
en fundu ei höfn eða strendur:
það blikuðu gullský og bjartur sær,
und blárökkvað húmtjald gekk dagur skær,
en þú stóðst og hreyfðir ei hendur.67
Hér er leitað án árangurs að stað sem ekki þarf að vera til. Stúlk-
an í ljóðinu er algjörlega óvirk, hún hreyfir ekki hendur og reynir
í engu að breyta örlögum sínum. Hulda segist þekkja drauma
hennar og vita hversu vonlausir þeir séu. A þessa hugsun er lögð
áhersla í lokaerindinu:
Sem kóngsdóttir bundin álögum ein
ástvininn frelsandi dreymir,
svo þráir þú draumland þitt hjartahrein,
þjer hnekkja ei reynslunnar þungbæru mein,
þau ókomna ævin þjer geymir.6S
Vonbrigði munu bíða ungu stúlkunnar eins og gerðist hjá Huldu
sjálfri. Óvirkni hennar er undirstrikuð hér í lokin. Hún reynir
aldrei að höndla hamingjuna af eigin rammleik, heldur bíður hún
eftir prinsinum, setur allt sitt traust á karlmann.
í ljóðinu „Ef að þú víkingur værir“ veldur ljóðhefðin Huldu
vandræðum. Hún verður að vera konan á bak við víkinginn, sú sem
stendur við hlið hans í blíðu og stríðu, í lífi og dauða. Hún segir:
Ef að þú víkingur værir,
jeg vildi þjer fylgja,
fylgja til fjarlægra stranda,
þá frægðar þú leitar.
Frjáls eins og hafblærinn fljúga
um freyðandi unnir,
listir og afrek að líta
í löndunum fjarri.69
Það er athyglisvert að kvæði karlskáldanna um víkinga snúast öll
um frelsi og kraft en hugsunin hér að baki er sú að bregðast nú ekki
bónda sínum, að standa sig í hjónabandinu, nokkuð sem venjulega
er tengt ófrelsi listamannsvitundar og er því í andstöðu við önnur