Skírnir - 01.04.1987, Page 88
82
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
mörgum hinna nýrómantísku skálda. Aftur á móti var hún í lok-
uðu búri alla sína ævi og lærði, ef svo má að orði komast, að herma
eftir röddu húseiganda. Þetta er afstaða margra karla til konunnar,
þar á meðal til Huldu og ljóðagerðar hennar. Enn einu sinni er það
Friedrich Nietzsche sem hefur orðið:
Fram til þessa hafa karlmenn meðhöndlað konur eins og þær væru fuglar
sem villst hefðu niður til þeirra úr einhverjum upphæðum: eins og eitthvað,
er gætt væri fínlegra eðli, væri særanlegra, villtara, dásamlegra, yndislegra,
með meiri sálarauð, en einnig eins og eitthvað sem yrði að loka inni svo að
það flygi ekki á brott.76
4. Lokaorð
I ritdómi þeim sem Jónas Guðlaugsson skrifaði um Huldu í Lög-
réttu sagði hann m. a.:
Tilfinningar og draumar eru helsta yrkisefni skáldkonunnar, veikar,
hvarflandi kvennaþrár og draumar, sem að minnsta kosti fara fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum karlmönnum.77
Ef haft er í huga að Jónas Guðlaugsson var sjálfur skáld af þeirri
kynslóð sem lagði mesta áherslu á „tilfinningar og drauma“ verður
þetta að teljast alleinkennilegur dómur. Harmur Huldu var, eins og
flestra karlskálda, tengdur útþránni, þótt vissulega megi sjá mun á
kveðskap hennar og þeirra, sem tengja má ólíkri sjálfsvitund. Þrár
hennar voru hinar sömu og eiga því engan veginn að geta misskilist.
Barátta Huldu við bókmenntahefðina varð aldrei mikil að mínu
mati. Fremur ber á bælingu og viðleitni til að sætta sig við hlut-
skipti sitt en það var nokkuð sem nýrómantísku skáldin gerðu nær
aldrei.7S Hulda er að minni hyggju sorglegt dæmi um skáldkonu
sem bókmenntahefðin nær að móta og stjórna og draga þannig úr
þroska hennar. Flest styður þá skoðun mína:
Fyrst má nefna bælinguna í ljóðum hennar. Hún má ekki þræta,
heldur verður að sætta sig við hlutskipti sitt.
Benda má á að staða konunnar er venjulega við hlið eiginmanns
hennar og geri hún uppreisn og haldi á vit frelsisins gerir hún það
full sorgar og sektar ólíkt hinum rómantíska snillingi.