Skírnir - 01.04.1987, Síða 95
SKÍRNIR ÞJÓÐFÉLAGSÍMYND WILLIAMS MORRIS
89
hann bjó í, en héldi um leið í heiðri frumreglur einingar og sam-
hengis, samruna og heildar. Hann gaumgæfði í þessu augnamiði
menningu fornaldar, býsönsku menninguna og gotneska menn-
ingu miðalda, og hann lýsti meira að segja í smáatriðum ímynduðu
fyrirmyndarríki. En að lokum fann hann þó „á Islandi . . . það
þjóðfélag sem kannski hefur komist næst því að vera frjálst af þeim
sem heimurinn hefur þekkt hingað til“,2 „frjálst“ einmitt vegna
þess að íslenska þjóðfélagið, bæði á miðöldum og á dögum Morris,
bauð upp á svigrúm fyrir mikla einstaklingshyggju innan ramma
samf élags þar sem tengsl manna við náungann, við vinnuna og nátt-
úruna, við lögin og leiðtogana og við söguna auðguðu líf þeirra.
II
William Morris leit svo á að grimmilegasta eyðingarafl Viktoríu-
tímans væri vaxandi áhrifavald kapítalismans sem kynti undir
gróðafíknina og mat manngildi einstaklinga einungis eftir fjármun-
um þeirra. Tilveru sína reisti þetta kerfi á ósættanlegri og auðmýkj-
andi stéttaskiptingu sem skipti mönnum í „auðuga framleiðslu-
leysingja" og „snauða framleiðendur" og hvatti til afkastameiri
framleiðslu með því að ýta undir „baráttu hvers einstaklings til að
koma sjálfum sér áfram á kostnað náungans".3 Agirndin, sem kom
fram í óstöðvandi löngun til „að láta fé geta af sér fé“,4 skapaði og
viðhélt efnahagskerfi þar sem óbilgjarn minnihluti stjórnaði öllum
framleiðslutækjum, en undirokaður fjöldinn átti „ekkert nema
vinnuaflið í líkama sínum".5
Það var raunar skoðun Morris að eina leið kapítalismans til að
tryggja framtíð sína væri að treysta og styrkja þessa stéttaskipt-
ingu, sem hvíldi ekki „á neinu sem var heilagra en eignarhald á fjár-
munum“,6 og að halda áfram að breikka bilið milli auðmanna og
verkamanna. Slíkt kerfi gat raunar ekki þrifist nema með því að
skipta mönnum í stéttir eftir efnahag. Og aukin iðnvæðing, sem
hafði í för með sér afkastameiri framleiðslu og dreifingu, smíðaði
ný vopn í þessa stéttabaráttu með því að auka auð og völd þeirra
sem voru auðugir og voldugir fyrir, en gera líf þeirra snauðu og
valdalausu ennþá ómennskara.
Þess vegna leit Morris svo á að kapítalismi Viktoríutímans væri
endanlega að skilja menn hvern frá öðrum, auk þess að ýta undir