Skírnir - 01.04.1987, Síða 100
94
EMILY L. MEREDITH
SKIRNIR
ingunum innan þess. Þar sem kapítalisminn byggði í eðli sínu á al-
mennum samfélagsgildum, sem kröfðust hlýðni einstaklinganna,
var ekki hægt að breyta gildismati einstaklinga nema með því að
umbylta öllu þjóðfélaginu. Carlyle þóttist eygja von í framtaki
framúrskarandi einstaklinga, en Morris, „sem kallaði sigkommún-
ista ef hann þurfti að skilgreina sig pólitískt“,20 sá enga aðra leið en
að bylta þjóðfélaginu.
En með þessu opnaðist þriðji valkosturinn fyrir Morris - að ger-
ast virkur í stjórnmálum og vinna brautargengi málstað marxista,
en þeir stefndu að gagngerri félagslegri og pólitískri byltingu.
Táknmynd fyrir þessa byltingu fann Morris í hinni norrænu hug-
mynd um ragnarök sem hreinsandi og endurskapandi tortímingu.
„Eg hefði lifað til æviloka í botnlausri bölsýni,“ segir Morris,
„hefði ekki runnið upp fyrir mér það ljós, að innan um allan sora
siðmenningarinnar voru frækorn þeirrar miklu umsköpunar, sem
við köllum þjóðfélagsbyltingu, þegar farin að spíra.“21 Þegar hann
viðurkenndi þannig að tortíming hlyti óumflýjanlega að vera
undanfari endurfæðingar nýs þjóðfélags, sem hafnaði efnishyggj-
unni, öðlaðist Morris fyrst raunverulega von um að breytingar
væru hugsanlegar. Þessa hugmynd hafði hann síðan að leiðarljósi
bæði í listum og stjórnmálum.
III
Morris var sannfærður um að stjórnmál, hagkerfi og félagsbygging
Viktoríutímans bryti í bága við frumreglur einingar og samhengis
og að gagnger þjóðfélagsbylting væri óhjákvæmileg forsenda fyrir-
myndarþjóðfélags sem byggði á einingu, eindrægni og samvinnu.
Arið 1890 setti hann þessar skoðanir fram í staðleysuskáldsögu
sinni News from Nowhere. I þessari bók er lýst af mikilli orð-
kynngi fyrirmyndarríkinu heilsteypta sem Morris taldi að gæti
sprottið upp í kjölfar óhjákvæmilegrar tortímingar gamla þjóð-
skipulagsins.
Sögumaðurinn í Newsfrom Nowhere er, eins og Morris sjálfur,
vonsvikinn yfir ástandinu á Englandi og árangurslausum tilraun-
um til að bæta það. Hann gerist síðan þátttakandi í eigin draumi um
samfélag þar sem viðskiptahyggjan er dauð og máttur auðsins úrelt
fyrirbæri. I þessu gleðiríka og fagra draumalandi leysir samvinna