Skírnir - 01.04.1987, Page 101
SKÍRNIR ÞJÓÐFÉLAGSÍMYND WILLIAMS MORRIS
95
samkeppnina af hólmi, eyðir ótta og ágirnd og þörf manna fyrir að
snúast til varnar hvort sem er andlega eða líkamlega. Gleði og
ánægja stuðla að sköpun fagurra og nytsamra hluta og menn skipta
með sér erfiðisvinnunni og njóta hennar. Það er ekki lengur þörf á
kynlífshömlum og lagareglum vegna þess að fólk stjórnast af sið-
ferðilegum heilindum. Allir bera virðingu fyrir fortíðinni, njóta
nútíðarinnar og horfa til framtíðarinnar. Menn vinna saman
óþvingað, framleiða fagra hluti og standa vörð um fegurð náttúr-
unnar og af þessu unaðslega umhverfi sprettur góður og varanlegur
andi bræðralags. Engin mismunun ríkir milli manna: það er borin
virðing fyrir ellinni og æskunni sýnd aðdáun. Þar sem auð og tóm-
stundum er jafnt skipt hverfur vald þessara fyrirbæra yfir mönnun-
um. Þjóðfélagið er hvorki vélrænt né kapítalískt en byggir á ein-
földum verkfærum, efnum úr náttúrunni og virðingu fyrir formum
hennar. News from Nowhere er enn þann dag í dag ein af fegurstu
og snjöllustu lýsingum á sósíalisma og bregður upp mynd af þjóð-
félagi þar sem pólitískar, félagslegar, fagurrænar og siðferðilegar
þarfir manna hafa verið samhæfðar.
Á þeim tíma sem leið frá því að Morris gerði sér endanlega ljóst
að þjóðfélagið sem hann lifði í var að molna sundur og þar til hann
samdi þessa lýsingu á samhæfðu en algerlega draumórakenndu
fyrirmyndarsamfélagi, var Morris að svipast um eftir öðrum sam-
félögum sem gætu orðið honum ímynd þeirrar samhæfingar sem
hann sá fyrir sér. Hann var sífellt að leita slíkrar ímyndar í fortíð-
inni og var fyrir það sakaður um veruleikaflótta. En Morris var að
bregðast við sundrung nítjándu aldarinnar með því að leita að
þjóðfélagi sem sameinaði fjölbreytta krafta í lífræna heild, veitti
sem mest svigrúm til þroska einstaklingsins en gæfi honum um leið
skjól og öryggi samfélagsins. Hann leitaði að þjóðfélagi þar sem
allir hefðu yndi af vinnu sinni, tækju þátt í sköpunarferlinu öllu og
nytu ávaxta erfiðis síns, þjóðfélagi þar sem menn virtu náttúruna
og fegruðu umhverfi sitt.
Endurreisn Evrópu, sem lengi hafði verið bæði listamönnum og
stjórnmálamönnum andleg uppspretta, bauð Morris ekki upp á
neina nýtilega þjóðfélagsímynd - í hans augum var þetta ekki
endurfæðing heldur „banvænn sjúkdómur“.22 Á Endurreisnartím-
anum tóku auðugir listsafnarar, sem hugsuðu mest um tísku og