Skírnir - 01.04.1987, Page 102
96
EMILY L. MEREDITH
SKÍRNIR
tildur, að einoka listframleiðsluna og þar með varð fegurðin ein-
ungis mælistika auðs og valda. Ennþá marktækara var að alþýðu-
listum hrakaði og í stað þeirra komu verk gerð af einangruðum
snillingum sem kepptu sín á milli, verk sem Morris áleit vera ein-
strengingslegar eftirlíkingar fremur en frjálsa og sjálfsprottna list.
Stórkostlegt blómaskeið einstaklingssköpunar á Endurreisnartím-
anum hafði í raun verið tortímingarafl sem leiddi hugi manna frá
kjarna málsins, þeirri staðreynd að listunum hafði almennt
hnignað. Þegar snillingarnir hurfu loks af sjónarsviðinu á átjándu
öld var sú eina „list“ sem eftir lifði „innhverf, þröngsýn og leiðin-
leg“.23 Að áliti Morris var Endurreisnin fyrsta stóra skrefið á
niðurleiðinni og:
á átjándu öldinni var listin endanlega niðurlægð og hætti að vera ósvikin og
sjálfsprottin tjáning hugsana manna og gleði . . . .24
Þó ekki kæmi annað til en skortur á listrænum heilindum gat
Endurreisnin því ekki komið Morris að gagni sem ímynd hugsýnar
hans um heildstœtt þjóðfélag.
Býsansríkið bauð upp á aðra hugsanlega þjóðfélagsímynd fyrir
Morris. Býsans, þar sem listamenn voru nafnlausir, þar sem
blandaðist saman náttúrlegt og yfirnáttúrlegt, þar sem háir sem lág-
ir voru þátttakendur, þar sem tengdust saman fortíð og nútíð,
heiðni og kristni. Þetta ríki hlýtur að hafa orkað mjög sterkt á
Morris sem þjóðfélagsímynd. Og reyndar skynjaði hann í býs-
anskri list „hvorki meira né minna en fyrstu merkin um frelsi“.25
En nánari athugun á áhrifum Býsansmenningarinnar á skáldið
bendir til þess að það hafi ekki verið býsönsk menning sem slík
heldur tvær skyldar menningarheildir sem hann hafði sterkastar
taugar til, nefnilega miðaldasamfélögin á meginlandi Evrópu og á
Islandi.
í leit sinni að nothæfri þjóðfélagsímynd fyrir eininguna beindi
Morris sjónum að samfélagsbyggingu og listrænni tjáningu á meg-
inlandi Evrópu fyrir Endurreisnina, en í því tímabili höfðu fleiri
Viktoríumenn en Morris fundið innihaldsrík verðmæti. Ruskin
hafði til dæmis sýnt fram á að gotnesk list og einkum gotnesk bygg-
ingarlist væri í eðli sínu samruni andstæðna. Þar runnu saman villi-
mennska og lotning, forgengileiki og varanleiki, það afskræmda og