Skírnir - 01.04.1987, Page 103
SKÍRNIR ÞJÓÐFÉLAGSÍMYND WILLIAMS MORRIS
97
það fíngerða, það óreglulega og það samhverfa, það skoplega og
það alvarlega, það reglubundna og það óútreiknanlega - en þrátt
fyrir allt þetta var eining þessarar listar ótvíræð.
Gotneska dómkirkjan hóf sig yfir tímann. Það sem leiðbeindi
húsameistaranum var „það sem við köllum hefð og er uppsöfnuð
kunnátta manna sem skilað er frá kynslóð til kynslóðar".26 Enn
fremur var gotnesk byggingarlist laus undan því að einstaklingar
settu persónulegt svipmót sitt á hana, því að jafnvel húsameistarinn
„var ekki uppbelgdur af stolti sem einstaklingur . . . því að honum
var fyllilega ljóst að honum hefði ekki getað dottið þetta í hug án
stuðnings fyrri tíðar manna og að allt yrðu þetta loftkastalar ef ekki
kæmi til aðstoð félaga hans“.27
Morris hafði hafnað Endurreisninni sem nothæfri þjóðfélags-
ímynd vegna þess að hst tímabilsins fullnægði ekki kröfum hans; ég
tel að hann hafi að lokum einnig horfið frá miðaldasamfélaginu í
Evrópu vegna þess að þjóðfélagið var þjakað af sundrung sem var
að minnsta kosti jafnskaðvænleg og sú sem setti svip sinn á samtíma
Morris, enda þótt gotnesk list væri sterk ímynd einingar og sam-
þættingar. Upphaflegur skilningur Morris á miðöldum byggðist á
fremur fáum þáttum. Hann virti sköpunarkraft þeirra og reyndi
jafnvel, með takmörkuðum árangri, að endurgera í sínu eigin fyrir-
tæki listræna tækni miðalda og framleiðsluaðferðir. Engu að síður
varð Morris að lokum ljóst að félagslega og efnahagslega, í stjórn-
málum og jafnvel siðferði einkenndust miðaldirnar af sundrungu
fremur en einingu. Stéttaskipting á Englandi og meginlandinu á
miðöldum var áreiðanlega jafnmikil og á dögum Morris, þar sem
menn voru bundnir á klafa lénskerfis sem aðskildi landeigendur frá
landnytjendum, kerfi sem að vísu hafði það að yfirskini að byggjast
á gagnkvæmri þjónustu en var í rauninni rekið áfram af ótta og
ágirnd ekkert síður en þjóðfélag Viktoríutímans. Konungur og
aðalsmenn sömdu lögin og beittu þeim til að auka völd sín og auð
og jafnvel sjálfar gotnesku dómkirkjurnar hýstu spillt klerkaveldi
sem beitti trúarbrögðunum sem handhægu meðali til að hugga fá-
vísan og vanmáttugan söfnuðinn. Stéttarstaða manna var óum-
breytanleg og öll stjórn og völd komu saman á efsta þrepi ósveigj-
anlegs kerfis.
Skímir - 7