Skírnir - 01.04.1987, Síða 107
SKÍRNIR ÞJÓÐFÉLAGSÍMYND WILLIAMS MORRIS
101
Þess vegna var því þannig háttað á íslandi á miðöldum að hvorki
leiðtogahlutverk manna né þau verk sem þeir unnu skildu þá frá
öðrum mönnum. Ennfremur var það álit Morris að löggjöf Viktor-
íutímans væri tæki til að einangra menn hvern frá öðrum, en íslensk
lög stefndu hins vegar að því að menn nálguðust hver annan. Njáll
skilur vel þetta uppbyggilega hlutverk íslenskra laga: „Með lögum
skal land byggja en með ólögum eyða.“ Og það voru ekki gengnar
nema tvær kynslóðir frá landnámi þessarar smáþjóðar þegar Is-
lendingar höfðu sett á stofn Alþingi, fyrstu löggjafarsamkundu í
Evrópu sem byggðist á raunverulegu fulltrúalýðræði. Fulltrúar á
Alþingi voru kosnir af almenningi og þeir settu lög og dæmdu í
málum fyrir hönd umbjóðenda sinna. Hins vegar var bæði stjórn-
sýsla og dómsfullnusta í höndum samfélagsins og hvort tveggja
framkvæmt af þeim aðilum sem hlut áttu að máli, innan fastákveð-
ins ramma laganna. Til dæmis var það sóknaraðili í máli sem komst
að niðurstöðu um réttindaákvæði og refsingar og „jafnvel þegar
sektarúrskurður hafði fengist var það engu að síður skylda sóknar-
aðila að fullnægja dómsúrskurðinum, ríkið hafði ekkert vald til að
þvinga menn í útlegð“.38 En í þjóðfélagi þar sem lögin voru í senn
réttindi og hlífiskjöldur allra manna jafngilti slíkur útlegðardómur
dauðadómi - honum var slegið á frest en hann var jafn endanlegur
engu að síður.
Atburðir Islendingasagna eiga sér tíðum þungamiðju á Alþingi á
Þingvöllum þar sem Islendingar lögðu drög að hjúskaparmálum,
settu niður deilur, skipulögðu langferðir, endurvöktu ættardeilur,
bundu ný tengsl við lögin í landinu, og þar tóku þeir formlega við
kristni árið 1000. Alþingi var í reynd „hjarta Islands“,39 þar sem
menn sáu samþættingu stjórnmála, hagsýslu, samfélags og trúar-
bragða í hnotskurn.
Undirstaða félagslegs og pólitísks gildismats Islendinga á mið-
öldum, eins og það birtist í viðhorfum þeirra og stofnunum, var því
að mati Morris samruni einstaklingsréttinda og samfélagsábyrgð-
ar, sem annars vegar tryggði „jöfn persónuréttindi allra frjálsra
manna“40 en mælti hins vegar svo fyrir að „sérhver frjáls maður
varð að taka á sig sinn skerf af ábyrgðinni á rekstri samfélagsins".41
Auðvitað er það að vissu marki svo að búast má við því að um-
hyggja fyrir mannréttindum án tillits til stöðu manna í þjóðfélag-