Skírnir - 01.04.1987, Page 112
MAGNÚS FJALLDAL
Norrænir menn í vesturvíking
- hin hliðin
Af NORRÆNUM mönnum höfum við íslendingar fyrst ritaðar sögur
á 12. og 13. öld. Oft skyggnast sagnaritarar aftur til þeirrar fortíðar,
sem þeim finnast merkilegir umbrotatímar, þ. e. 10. og 11. aldar, og
þess vegna hættir okkur Islendingum til að finnast, að þetta sé upp-
hafsskeið víkingaaldarinnar. Svo er þó ekki, og hafði mikil saga
gerzt áður en ísland byggðist, en um hana verðum við að leita fanga
í annálum nágranna okkar Englendinga og íra. Hér á eftir verður
þó einvörðungu fjallað um þá fyrrnefndu.
Áður en lengra er haldið er þó rétt að doka ögn við og virða Eng-
land á 8. öld svolítið fyrir okkur. Um þetta leyti var landið eitt
helzta menningarríki Evrópu. Það hafði þá verið kristið í 200 ár og
með kristninni höfðu Englendingar fengið stafróf (sem við fengum
þ og ð að láni úr seinna) og ritlist. Englendingar rituðu mikið á
móðurmáli sínu, sem nú er nefnt fornenska, en þó hún sé upphaf
ensks nútímamáls er hún því gjörólík og enskumælandi fólki
óskiljanleg. Sá bókmenntaarfur, sem fornenskan varðveitir, er einn
hinn merkilegasti í evrópskum bókmenntum á fyrri hluta miðalda.
Okkur er tamt að líta á víkingaöldina með nokkru stolti. Oftast
eru dregnar upp myndir af hetjum og ævintýrum þeirra í fjarlægum
löndum. Slíkar lýsingar eru þó ákaflega einhliða og gefa oft alranga
mynd af því, sem raunverulega gerðist. Þess vegna hef ég valið þann
kostinn að snúa við blaðinu og skoða hina hlið málsins, þ. e. nor-
ræna víkinga eins og þeir komu heimamönnum á Englandi fyrir
sjónir.
8. júní, árið 793 átti eftir að verða Englendingum harla minnis-
stæður. í 400 ár höfðu litlu konungsríkin, sem Englar, Saxar og Jót-
ar stofnuðu eftir sigur þeirra á Keltum á 5. öld, notið friðar og vel-