Skírnir - 01.04.1987, Qupperneq 113
SKÍRNIR NORRÆNIR MENN í VESTURVÍKING
107
megunar, meðan grannar þeirra handan Ermarsundsins bárust á
banaspjótum. Það, sem dundi yfir klaustrið á eynni Lindisfarne,
var svo skelfilegt, að menn gátu varla trúað að þvílíkt og annað eins
gæti gerzt. Það voru einungis víkingar á þremur skipum, sem þess-
um hamförum ollu. Enski annállinn lýsir árinu 793 á eftirfarandi
hátt:
A þessu ári dundu ósköp yfir Norðymbraland og skelfdu fólkið mjög.
Geysilegir stormar skullu á og eldspúandi drekar sáust á flugi. Mikil hung-
ursneyð fylgdi, eftir að þessi tákn höfðu sézt, og skömmu seinna, þann 8.
júní, lögðu heiðnir menn í auðn kirkju Guðs á Lindisfarne, þar sem þeir
rændu og drápu.1
Ekki var þetta í síðasta skipti, sem þessir heiðnu menn komu við
sögu enskra annála. Arið eftir réðust þeir á klaustrið á eynni
Rechru og brenndu það til grunna. 798 var ráðist á eyju heilags
Patreks, Peel, og árin 802 og 806 létu víkingar greipar sópa um hið
fræga klaustur sjálfs Columba2 í Hii. I augum víkinga hljóta
klaustrin að hafa verið hreinustu gullnámur. Þar var búið að safna
saman ránsfengnum fyrir þá og enginn til varnar nema óvopnaðir
munkar. Alcuin, sem var kunnasti og virtasti fræðimaður Englend-
inga um þessar mundir, lýsir því ástandi, sem var að skapast, með
svofelldum orðum:
Sjá - í 350 ár höfum við og forfeður vorir búið í þessu fagra landi, og í öll
þessi ár hefur ekkert megnað að vekja aðra eins skelfingu og þá, sem af þess-
um heiðingjum stafar. Sjá - kirkja heilags Cuthberts (á Lindisfarne) er roð-
in blóði presta Guðs, djásnum hennar rænt og ruplað, og nelgasti staður
Bretlands er í heiðingja höndum. Hver verður þá ekki óttasleginn? Hver
syrgir ekki föðurland sitt, sem nú er í hers höndum? Nú eru það refirnir,
sem ráða þessum víngarði, sem fyrrum var svo ágætur. Arfur drottins er
seldur útlendum mönnum í hendur. Þar sem nafn drottins var áður lof-
sungið, enduróma nú hávær gleðilæti heiðingjanna, og grátur er kominn í
stað heilags gleðisöngs.3
Alcuin er ekki í nokkrum vafa um, að hér sé að rætast hin forna spá
Jeremíasar í Gamla testamentinu, að úr norðri muni blóðug refsing
koma. Það voru heiðnir Englar, Saxar og Jótar, sem á sínum tíma
höfðu hrifsað landið úr höndum kristinna Kelta. Nú var sagan að
endurtaka sig.