Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 114
108
MAGNÚS FJALLDAL
SKIRNIR
En Alcuin lifði það ekki að sjá hrakspá sína rætast. í meir en fjóra
áratugi sáust heiðingjarnir hvergi. En árið 832 lögðu víkingar
Sheppey í rúst, og þar með var friðurinn úti.
Þegar hér var komið sögu höfðu veigamiklar breytingar orðið á
stjórnskipan Englands. Ecgberht (Eggbjarti) konungi Vestsaxa
hafði tekist að sameina konungsríkin sjö undir sinni stjórn og var
þar með orðinn fyrsti konungur landsins alls. Nú mætti ætla, að
Englendingar hefðu staðið sameinaðir gegn óvininum skelfilega,
en svo var ekki. Hvert hérað setti sína hagsmuni ofar þjóðarheill.
Menn vonuðu, að þeir sjálfir slyppu og þóttust hólpnir, ef víking-
arnir létu sér nægja að berja á nágrönnum þeirra.
Arið 851 virtist svo, að Englendingar væru loks að rétta hlut
sinn. Ecgberht konungur og sonur hans Æthelwulf (Aðalúlfur)
unnu þá, eftir því sem enskir annálar segja, sinn stærsta sigur á
heiðingjunum norrænu. En böggull fylgdi skammrifi, því að ann-
állinn getur þess, að sama ár hafi víkingar í fyrsta sinn haft vetur-
setu á Englandi. Þar með var lokið fyrsta kaflanum í samskiptum
víkinga og enskra manna. Oskipulegar ráns- og ruplferðir og strand-
högg lögðust af, og nú hófust landvinningar norrænna manna á Eng-
landi.
Fyrsta landvinningaferðin hófst árið 865. Það ár lenti stór vík-
ingaher á eyjunni Thanet, og nú tóku einkennilegir atburðir að gerast.
Það kom nefnilega í ljós, að hægt var að kaupa sér frið af víkingum.
Það gerðu Kentbúar með þeim afleiðingum, að nágrannar þeirra á
austurströndinni fengu skellinn í staðinn. 867 lögðu víkingar svo
undir sig Jórvík, og síðan var skammt stórra högga í milli. Fljótlega
réðu víkingar öllu Norðymbralandi og Austur-Anglíu. Arið 871
voru Danalög að fullu hernumin, þ. e. austurhluti landsins allt frá ánni
Thames að landamærum Skotlands. Á þessu svæði voru mörg elztu
og ríkustu klaustur Englands, eins og til að mynda Medeshampstede,
Crowland og Ely. Þau voru öll brennd til kaldra kola, öllu fémætu
rænt og munkarnir ýmist drepnir eða þeim tvístrað á flótta. Þannig
var sem sagt málum háttað á Englandi við upphaf Islandsbyggðar.
Það þarf því engan að undra þótt norskir landnámsmenn hafi lagt
lykkju á leið sína til Islands og komið við á Englandi vitandi, að þar
var hægt um vik og gott til fanga að birgja sig upp af lausafé og
þrælum.