Skírnir - 01.04.1987, Page 115
SKÍRNIR NORRÆNIR MENN í VESTURVÍKING
109
Að vísu roíar svolítið til í sögu Englands um þetta leyti, þegar
Ælfred, sem íslendingasögur nefna Elfráð hinn ríka, kemur til
valda. Hann er eini konungur Englendinga fyrr og síðar, sem ber
slíkt virðingarheiti og það með rentu. Elfráður var frábærum hæfi-
leikum gæddur. Hann var allt í senn lærður fræðimaður, kænn her-
stjóri og afbragðs stjórnandi. Undir hans stjórn unnu Englending-
ar stórsigur á víkingahernum árið 878. Loksins hafði tekist að
stöðva landvinninga þeirra. En sigur Elfráðs reyndist skammgóður
vermir. Arið 892 birtist floti 350 víkingaskipa við strendur Kent á
Suður-Englandi. Þar fóru þeir um með slíku báli og brandi að lá við
algerri landauðn. Fimm árum seinna stynur enskur annálaritari „að
það sé guðsþakkarvert, að hernum skuli ekki hafa tekist að útrýma
ensku þjóðinni eins og hún lagði sig“.4 Enn tókst Elfráði ríka þó að
grípa í taumana. Honum varð ljóst, að það varð að höggva á þá líf-
línu, sem liðsflutningur á sjó var víkingunum. Til þess að koma
þessu í kring var nú smíðaður floti, sem tók skipum víkinga langt
fram. Og enn komst friður á, þótt skammvinnur væri.
Árið 911 vann Eadweard (Játvarður) sonur Elfráðs, sem kom til
ríkis að föður sínum látnum, sigur á víkingum í tveimur stórorrust-
um. Um svipað leyti tóku Englendingar einnig að breyta baráttu-
aðferðum sínum. Þeir hættu skipulegum hernaði og tóku upp
skæruhernað, sem reyndist víkingum afar skeinuhættur. Sömu-
leiðis tóku Englendingar nú að víggirða borgir sínar víkingum til
mikillar hrellingar. Árið 921 voru þessar virkisborgir orðnar 28 og
umkringdu Danalög. Sigurganga Játvarðs hélt óslitin áfram, og
þegar hann andaðist árið 924 var hann búinn að vinna bæði
Norðymbraland og Austur-Anglíu af víkingum og ríkti nú yfir
þeim sem enskum þegnum sínum. Að Játvarði látnum blossuðu
upp heiftarlegar deilur um ríkiserfðir. Mál æxluðust þannig, að
keppinautur Æðelstans (Aðalsteins) sonar Játvarðs naut stuðnings
allra norrænna höfðingja á Englandi, Irlandi og Skotlandi. Svo
svarf til stáls, og börðust menn Aðalsteins við víkinga í einni fræg-
ustu og mestu orrustu víkingatímabilsins. Englendingar kenna
þennan bardaga við Brunanburh, en íslenzkar heimildir við Vín-
heiði. Nú á dögum vita menn ekki með neinni vissu, hvar staðurinn
er.
Þessi bardagi snertir okkur íslendinga svolítið, því að þarna