Skírnir - 01.04.1987, Síða 117
SKÍRNIR NORRÆNIR MENN í VESTURVÍKING
111
héruð Englands, vítt og breitt, með báli og brandi. í enskum kveð-
skap er þessa herhlaups minnst í frægu hetjukvæði, „Bardaganum
við Maldon“, sem lyktaði með skelfilegum ósigri heimamanna
Foringi norrænna víkinga er hér enginn annar en Olafur Tryggva-
son, og er því ekki úr vegi að skoða ögn, hvernig Heimskringla lýs-
ir Englandsdvöl hans.
Einhverra hluta vegna hefur höfundur Heimskringlu afarlítið
um hernað Ólafs að segja og lætur sér nægja tvær vísur Hallfreðar
vandræðaskálds og eina stutta málsgrein til að lýsa þessu fjögurra
ára skeiði í lífi Ólafs. Höfundur staldrar hins vegar við og lýsir í
mun lengra máli tveimur atvikum, þ. e. skírn Ólafs og kvonfangi.
Báðum er lýst á hinn ævintýralegasta hátt, rétt eins og Egla fjallar
um Vínheiðarbardaga.
Enskir annálar kunna hins vegar mun betri skil á afrekum Ólafs
Tryggvasonar á Englandi. Eftir ófarirnar við Maldon voru heima-
menn kúgaðir til að greiða honum 22.000 pund af gulli eða silfri og
veita honum fullt verzlunar- og siglingafrelsi gegn því, að hann og
her hans önnuðust strandvarnir gegn árásum annarra víkinga. Ekki
mun Ólafur hafa sinnt þeim skyldum af miklu kappi, en 994 birtist
hann aftur á 94 skipum og nú í slagtogi með Sveini Haraldssyni
tjúguskegg. Heimtu þeir félagar umsvifalaust „skatt“ af Englend-
ingum, sem nam alls 16.000 pundum, og virðist svo sem Sveini hafi
ekki þótt þessi upphæð nærri því nógu há. Ólafur tók svo skírn í
Andover árið 997 og herjaði ekki á England eftir það.
Ekki er hægt að fjalla um þetta tímabil án þess að minnast lítillega
á þáverandi Englandskonung, Æðelræd (Aðalráð), sem reyndar
fékk viðurnefnið „unræd“, þ. e. sá sem þiggur óráð eða hinn ráð-
lausi. Eins og viðurnefnið bendir til þótti hann hvorki sérlega úr-
ræðagóður né framkvæmdasamur. Enski annálaritarinn fer hrein-
lega á kostum, þegar hann lýsir herkænsku Aðalráðs hins ráðlausa
(árið 1010);
Þeir (víkingar) komu til Bedford . . . með báli og brandi. Síðan sneru þeir
til skipa sinna með herfangið. Og meðan þeir voru á leið til skips hefði
enski herinn átt að fylkja liði á ný til að hindra víkinga í að ganga á land
aftur. Þá fór enski herinn hins vegar til síns heima. Og þegar víkingar herj-
uðu austanlands lá enski herinn fyrir vestan, og þegar þeir herjuðu sunnan-
lands, var enski herinn hafður fyrir norðan. Þá boðaði konungur alla ráð-