Skírnir - 01.04.1987, Síða 120
114
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
Ríkisstjórnarskeið Knúts Sveinssonar (1016-1035) er hið merki-
legasta. England varð í tíð hans hluti af miklu konungdæmi, er náði
yfir hluta af Grænlandi, Suðureyjar, Mön, Danmörku hina fornu
(þ. e. Skánn með), héruðin í kringum Víkina í Noregi og stór svæði
vestan fjalls. Til að styrkja stöðu sína á Englandi kvæntist Knútur
Emmu, ekkju Aðalráðs. Hann skipti og öllu Englandi upp í fylki
og setti jarl (sem er norrænt tökuorð í fornensku) yfir hvert þeirra.
Það voru ekki einungis norrænir menn, sem völdust til slíks frama,
heldur einnig Englendingar, þar á meðal Godwin nokkur af
Wessex, sem síðar á eftir að koma við sögu. Knútur lét og setja sam-
an lagabók mikla og lagði áherzlu á að fara jafnan að enskum
lögum. Hann gætti og þess að lenda ekki í útistöðum við ensku
kirkjuna og var henni í raun hinn hliðhollasti. Sagt er, að hirðmenn
Knúts hafi haft slíka trú á ofurmætti hans, að jafnvel hafi þeir hald-
ið að hafið sjálft mundi hlýða honum.8
Við dauða Knúts árið 1035 leystist ríki hans upp. Á Englandi
ríktu til skiptis synir hans tveir, þeir Haraldur I. og Hörðaknútur.
Arið 1042 lézt svo Hörðaknútur, og þá komst vestursaxneska kon-
ungsættin enn til valda. Konungur varð þá Játvarður hinn helgi,
sonur Aðalráðs, og ríkti hann í 24 ár eða allt til 1066. Ekki var Ját-
varður tiltakanlega enskur í háttum. Hann hafði alið allan sinn ald-
ur í Normandí hjá ættfólki Emmu móður sinnar. Með honum bár-
ust ekki eingöngu frönsk áhrif, heldur fengu frönsku barónarnir nú
lén á Englandi, og völdust franskir menn í ýmsar lykilstöður bæði
við hirð konungs og innan kirkjunnar. Enska aðlinum var lítt um
þessa útlendinga gefið, en fékk ekkert að gert. Helzti andstæðingur
konungs í þessum málum var Godwin, jarl af Wessex, en Játvarður
rak hann fljótlega í útlegð, þó að Godwin væri tengdafaðir hans.
Godwin tókst að snúa aftur til Englands og taka þar upp á ný bar-
áttu sína gegn Frökkunum. En á meðan Godwin var í útlegðinni,
hafði Játvarður konungur haft alla sína hentisemi, þar á meðal mik-
il samskipti við Vilhjálm hertoga af Normandí, sem konungur hef-
ur líklega þá lofað ríkiserfðum eftir sinn dag, en Játvarður var sjálf-
ur barnlaus.
Þegar Játvarður hinn helgi lézt var hann hins vegar orðinn valda-
lítill. Haraldur, sonur Godwins jarls, hafði smátt og smátt tekið