Skírnir - 01.04.1987, Page 121
SKÍRNIR NORRÆNIR MENN í VESTURVÍKING
115
stjórnartaumana í sínar hendur, og á banabeði sínu útnefndi Ját-
varður hann sem ríkisarfa.
Haraldur II. sat einungis í níu mánuði á konungsstóli og hafði
ærinn starfa þann tíma, því að sótt var að honum úr öllum áttum.
Ekki færri en þrjár tilraunir voru gerðar til að velta honum úr sessi
á þessum stutta tíma. Fyrst var það bróðir hans, Tostig, sem gerði
uppreisn, en Haraldi tókst fljótlega að bæla hana niður. En menn
þóttust vita, að meiri og verri tíðinda væri að vænta, því að í apríl
og maí þetta ár sást halastjarna (Halleys), en slík sjón var ætíð talin
fyrirboði ills. Og ekki þurfti Haraldur lengi að bíða illra tíðinda. I
september birtist floti 300 skipa undan ströndum Norðymbra-
lands. Hér var aftur á ferð Tostig, bróðir konungs, og með honum
Haraldur konungur harðráði, sem gerði tilkall til ensku krúnunnar
sem arftaki Knúts. Þann 25. september 1066 kom svo til mikillar
orrustu milli innrásarliðsins og Haralds konungs við Stamford
Bridge á Norðymbralandi. Þar vann Haraldur Godwinsson fræk-
inn sigur. Mannfall í liði þeirra Haraldar harðráða og Tostigs, sem
báðir féllu í bardaganum, varð slíkt, að einungis 24 skip af 300
sneru aftur til Noregs. Ekki hafði þó Haraldur Godwinsson mikið
ráðrúm til að hrósa sigri, því að tveimur dögum seinna, þann 27.
september lagði annar innrásarfloti undir stjórn Vilhjálms bastarð-
ar, hertoga af Normandí úr höfn, og átti hann eftir að verða Haraldi
skeinuhættari en þeir nafni hans og bróðir.
Normannarnir, sem hér komu fram á sjónarsviðið, áttu sér tals-
vert sérstæða sögu. Þeir voru afkomendur norrænna víkinga, sem
undir stjórn kappa á borð við Hrólf kraka höfðu gert ámóta usla í
Frakklandi og landar þeirra á Englandi. Loks höfðu þeir numið
land í Normandí og setzt þar að. Fljótlega glötuðu þeir samt tungu
sinni og menningu, en tóku í staðinn upp frönsku og franska háttu.
Hér voru því enn á ný víkingar og afkomendur þeirra að hrella
Englandskonung.
Tilkall Vilhjálms hertoga til ensku krúnunnar var einkum reist á
tvennu. I fyrsta lagi hélt hann því fram, að æskuvinur sinn og upp-
eldisbróðir, Játvarður hinn helgi, hefði árið 1051 útnefnt sig sem
eftirmann sinn á konungsstóli. í öðru lagi kvað hertoginn Harald
hafa gengið sér á hönd og gerzt sinn maður árið 1064. Þetta átti að