Skírnir - 01.04.1987, Síða 122
116
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
hafa orðið með þeim hætti, að Haraldur hafði orðið skipreika við
Frakklandsstrendur og verið hafður í varðhaldi, unz Vilhjálmur
fékk hann lausan. Haraldur átti þá að hafa lagt eið að því, að hann
skyldi gera allt í sínu valdi til að hjálpa Vilhjálmi að ná ensku krún-
unni að Játvarði gengnum. Það má því nærri geta, að Vilhjálmur
brást hinn versti við, er hann frétti af krýningu Haralds og kallaði
hann eiðrofa og svikara af verstu gerð.
Merkasta og mesta heimildin um innrás Vilhjálms í England er
svonefndur Bayeux-refill, sem er um 50 cm. á breidd og liðlega 70
metra langur. Hann mun hafa verið gerður fyrir Odo, hálfbróður
Vilhjálms, um tveimur árum eftir að innrásin var gerð. Þar má sjá í
útsaumuðum myndum flotasmíði Vilhjálms og undirbúning allan
svo og hina frægu orrustu, er þeir Vilhjálmur og Haraldur háðu
þegar þeir mættust við Hastings, þann 14. október árið 1066.
Þrír dagar voru liðnir frá landtöku Vilhjálms, þá er fréttir af
henni bárust til eyrna Haraldi konungi, þar sem hann sat í hinum
enda ríkis síns á Norðymbralandi. Haraldur brá nú skjótt við og
fór hraðför suður með lið sitt og tók sér stöðu nálægt Hastings, þar
sem þeir Vilhjálmur og Haraldur börðust. I enska hernum voru um
6.000 manns, en aðeins 4.000 í þeim franska, en þrátt fyrir þennan
liðsmun var flest enska liðinu í óhag. Hersveitir Haralds konungs
voru mjög þreyttar eftir bardagann við Stamford Bridge og hina
miklu göngu suður. Þá var stór hluti enska liðsins illa vopnaðir og
lítið þjálfaðir smábændur, sem smalað hafði verið saman í hasti.
Franska liðið var hins vegar svo vel buið sem bezt mátti vera í alla
staði. Þó vörðust Englendingar vel í orrustunni, og það var ekki
fyrr en leið að kvöldi dags og bogmenn Vilhjálms höfðu sólina í
bakið, að þeir gátu látið örvahríðina dynja á andstæðingum sínum.
Þá hörfaði enska liðið undan. Sagt er, að þá hafi og Haraldur kon-
ungur fallið með þeim hætti að hann fékk ör í augað, og voru þá
báðir bræður hans þegar fallnir.
Með valdatöku Vilhjálms lýkur afskiptum norrænna manna af
enskum mönnum og málefnum. Segja má þó, að víkingar eða öllu
heldur afkomendur þeirra hafi á endanum hrifsað undir sig Eng-
land allt, og hafði þá verið barizt um landið í hartnær 300 ár. Hins
vegar hefði Elfráð ríka eða Alcuin varla grunað, að hættulegasti
óvinurinn leyndist í byggðum norrænna manna sunnan Ermar-