Skírnir - 01.04.1987, Page 124
Litli maðurinn grái
Franskt œvintýn
FYRiRÞRjúTiLfjögur hundruð árum var í Skálholti á íslandi aldr-
aður bóndi sem ekki var stórum birgari að viti en fé. Eitthvert
sinn var sá góði maður í kirkju og hlýddi á fallega prédikun um
mildi og gæsku.
„Gefðu þeim, sem biður,“ sagði presturinn, „og þú færð það
goldið hundraðfalt."
Athygli bónda staðnæmdist við þessi orð sem oft voru end-
urtekin. Þau rugluðu hugmyndir hans, sem ekki voru of glögg-
ar fyrir, og strax og hann kom heim fór hann að höggva trén í
garðinum sínum, grafa fyrir grunni og raða grjóti eins og hann
ætlaði að byggja stórhýsi.
„Hvað ertu nú að hafast að, hróið mitt?“ spurði kona hans.
„Þú mátt nú hætta að kalla mig hróið,“ svaraði bóndi hátíð-
lega. „Við erum auðug, góða mín, eða að minnsta kosti á leið að
verða auðug. Eftir hálfan mánuð gefum við kúna okkar og þá
cc
„Kúna okkar! Einu lífsbjörgina," sagði konan. „Þá deyjum við
af bjargarleysi.“
„Þegi þú, fávísa kona,“ svaraði bóndi. „Það er auðséð að þú
skilur ekki latínu prestsins okkar. Þegar við gefum kúna okkar
fáum við hundrað kýr í hennar stað. Það sagði presturinn. Nú
byggi ég fjós fyrir fimmtíu kýr, en hinar fimmtíu sel ég fyrir
fóður bæði í sumar og næsta vetur. Þú skalt sjá að við verðum
ríkari en kóngurinn."
Og áfram hélt hann að byggja fjósið, án þess að taka mark á
óskum eða ásökunum konu sinnar, og öllum grönnum sínum til
mikillar furðu.