Skírnir - 01.04.1987, Page 126
120
FRANSKT ÆVINTÝRI
SKIRNIR
unnar hrönnuðust upp óveðursský, en bóndi bað hana geyma
geðvonsku sína en setja heldur stærsta pottinn sinn yfir eldinn.
„Þegar þú sérð hvað ég færi þér,“ sagði hann, „muntu þakka
mér fyrir.“
Að svo mæltu leysti hann frá pokanum - og sjá, upp úr hon-
um kom smávaxinn maður í músgráum fötum.
„Góðan dag, gott fólk,“ sagði hann, með virðuleika sem sam-
boðinn var kóngssyni. „Eg vona að í stað þess að sjóða mig gef-
ið þið mér eitthvað að borða. Þetta ferðalag hefur örvað matar-
lystina."
Bóndinn var sem þrumulostinn og lét fallast á stól.
„Þarna sérðu,“ sagði konan. „Þetta er ekki annað en von var
á af þér. Þarna er ein vitleysan ennþá. En það er svo sem ekkert
til að undrast, eins og þú ert. Þú ert flón og getur aldrei hagað
þér öðruvísi. Við höfum misst kúna sem við lifðum á og þegar
við erum svo orðin allslaus bætirðu á okkur manni að fæða. Bet-
ur að þú hefðir orðið til úti í skafli með pokann og öll djásnin
þín.“
Blessuð konan hefði haldið máli sínu áfram ef litli maðurinn
grái hefði ekki bent henni á að ekki myndu orð hennar fylla
pottinn og skynsamlegast myndi vera að verða sér úti um eitt-
hvað í hann.
Og þrátt fyrir snjó og vind fór hann út og kom aftur litlu síðar
með vænan sauð.
„Þarna,“ sagði hann, „slátrum þessari kind svo að við deyjum
ekki úr hungri."
Bóndinn og kona hans litu hvort á annað, gráa manninn og
feng hans. Víst svipaði þessu til þjófnaðar, en sulturinn deyfir
allt samviskubit. Hvort sem hann var stolinn eða ekki var sauð-
urinn étinn með bestu lyst. Og héðan af var gnægð í búi bónda.
Sauður kom eftir sauð og bóndi tók að hallast að því að hann
hefði gert góð kaup þegar honum sendist þessi ágæta fyrirvinna
í stað kúnna hundrað.
En ein saga er ekki góð nema þar til maður heyrir aðra. Jafnt
og sauðum fjölgaði í kotinu fækkaði þeim í hjörðinni kóngsins
sem gekk þar í grenndinni. Ráðsmaður sagði kóngi að þrátt fyr-
ir aukna aðgæslu hefði hver úrvalssauðurinn af öðrum horfið úr