Skírnir - 01.04.1987, Page 127
SKÍRNIR
LITLI MAÐURINN GRÁI
121
hjörðinni undanfarið. Það var því ekkert efamál að slyngur
sauðaþjófur var einhversstaðar í grenndinni. Það vitnaðist brátt
að í kotinu var ókunnur maður sem enginn vissi hver var eða
hvaðan hann var kominn. Kóngur skipaði nú að sækja hann. Sá
litli tók því með ánægju, en hjónin fóru sitthvað að hugsa,
minnug þess að þjófar og hjálparmenn þeirra voru hengdir í
sama gálga.
Þegar litli, grái maðurinn stóð frammi fyrir kónginum kom
kóngur tali að því líkt og af tilviljun hvort hann hefði frétt að
fimm vænstu sauðum sínum hefði verið stolið.
„Já, yðar hátign," svaraði grái maðurinn. „Eg hef sjálfur tekið
þá-“
„Með hvaða rétti?“ spurði kóngur.
„Yðar hátign,“ svaraðisálitli. „Egtókþáfyriraldraðanmann
og konu hans sem horfðust í augu við hungurdauðann meðan
þér lifðuð í auði og ofgnægðum. Þér gætuð aldrei komið í lóg
tíunda hluta af yðar eign og mér fannst að þá væri hið eina rétta
að láta þessi heiðvirðu hjón njóta þess sem þér hefðuð ekkert
með að gera fremur en að þau yrðu hungurmorða.“
Kóngur var sem þrumulostinn yfir slíkri dirfsku og virti
smámennið fyrir sér með augnaráði sem spáði engu góðu.
„Það er greinilegt,“ sagði hann loks, „að þú ert snillingur að
stela.“
Litli maðurinn grái laut höfði í auðmýkt og þagði.
„Gott,“ sagði kóngur. „Þú átt skilið að verða hengdur, en ég
skal gefa þér upp sakir með því skilyrði að á morgun um þetta
leyti hafirðu stolið svarta nautinu mínu, en þess er mjög vand-
lega gastt.“
„Yðar hátign,“ sagði sá litli, grái. „Það er ómögulegt. Hvern-
ig ætti ég að sjá við aðgæslu yðar í þeim efnum?“
„Þú verður hengdur ef þú gerir það ekki,“ svaraði kóngur.
Hann sveiflaði hendinni til merkis um að komumaður væri
afgreiddur, en hann fór út með hin örlagaríku orð í eyrum: „Þú
verður hengdur. Þú verður hengdur."
Hann fór heim í kotið þar sem hjónin heilsuðu honum fagn-
andi og buðu hann velkominn.
Hann sagði ekki annað en sig vantaði band og hann færi