Skírnir - 01.04.1987, Page 128
122
FRANSKT ÆVINTÝRI
SKIRNIR
snemma á fætur næsta morgun. Þau fengu honum tjóður kýr-
innar. Svo fór hann í rúmið og sofnaði vært.
Um sólarupprás morguninn eftir fór litli maðurinn út og tók
tjóðurbandið með. Hann fór inn í skóginn þangað sem smalar
kóngs voru vanir að fara með kýrnar. Hann brá bandi um háls
sér og hengdi sig á trausta grein á fallegri og stórri eik, en gætti
þess þó vel að ekki herti um of að hálsinum.
Skömmu síðar bar þar að tvo kóngsmenn með svarta nautið.
„Lítum á,“ sagði annar. „Þarna er þá þrjóturinn og hefur nú
fengið það sem hann þurfti. Farvel, lagsmaður. Ekki stelur þú
nautinu kóngsins í þetta skiptið."
Jafnskjótt og nautamenn voru úr augsýn flýtti sá litli sér nið-
ur úr trénu, hljóp í veg fyrir þá og festi sig aftur í eik við veginn.
Það má ímynda sér undrun kóngsmanna þegar þeir komu þar
og sáu hvað hékk í trénu.
„Hvað er þetta?“ sagði annar. „Má ég trúa mínum eigin aug-
um? Þarna er hann líka, litli maðurinn sem við sáum áðan.“
„Hverslags sauður ertu?“ sagði hinn. „Hvernig getur sami
maðurinn hangið á tveimur stöðum samtímis? Þetta er auðvitað
annar þjófur. Það er allt og sumt.“
„Eg segi þér satt að þetta er sá sami,“ sagði hinn. „Ég þekki
bæði kápuna og andlitið."
„Eg skal veðja við þig að þetta er annar,“ sagði félagi hans og
lét ekki af sínu.
Þeir veðjuðu, bundu svo bola kóngs við tré og flýttu sér að
fyrri eikinni. A meðan hljóp sá hengdi niður úr trénu og teymdi
bola heim í kotið. Þar var þeim tekið með fögnuði og var boli
bundinn á bás þar til hann skyldi seldur.
Þegar nautamennirnir tveir komu heim til hallar um kvöldið
voru þeir svo niðurlútir og sneypulegir að kóngur sá strax að á
þá hafði verið leikið. Hann gerði litla manninum orð og hann
kom þegar í stað með þeirri spöku ró sem fylgir góðri samvisku.
„Þú hefur stolið nautinu mínu,“ sagði kóngur.
„Yðar hátign,“ svaraði hinn. „Eg hef bara gert það sem þér
heimtuðuð af mér.“
„Gott,“ sagði kóngur. „Hér eru 10 gullmolar fyrir nautið.
Láttu mig fá það aftur. En ef þú hefur ekki innan tveggja daga