Skírnir - 01.04.1987, Side 131
SKÍRNIR
LITLI MAÐURINN GRÁI
125
„Yðar hátign,“ sagði litli maðurinn. „Hengdu mig heldur
strax og sparaðu mér kvalir tuttugu og fjögurra klukkustunda
kvíða. Hvernig ætti ég að geta þetta? Það væri auðveldara að
stela tunglinu.“
„Það er þitt mál en ekki mitt,“ sagði kóngur, „en við skulum
hafa gálgann kláran."
Litli maðurinn yfirgaf hirðina örvæntingarfullur og snökt-
andi og fól andlitið í höndum sér. Kóngur aftur á móti brosti
kampakátur.
Um kvöldið þegar dimmt var orðið kom heilagur munkur
með bænafesti í hendi og tóman poka til hallarinnar að biðja um
eitthvað fyrir klaustur sitt. Þegar drottningin hafði gert honum
úrlausn sagði munkurinn:
„Frú! Slíkt örlæti verður launað af himnum, og endurgjaldið
getið þér fengið fyrir mína milligöngu. Þér vitið um þennan
ræfil sem á að hengja í fyrramálið.“
„Æi, já,“ sagði drottningin. „Eg fyrirgef honum og hefði feg-
in gefið honum líf.“
„Nei, það er ekki hægt,“ sagði munkurinn. „En þessi maður,
sem er einskonar töframaður, gæti gert þér dýrmætan greiða
áður en hann deyr. Ég veit að hann býr yfir þremur leyndarmál-
um, sem hvert um sig er kóngsríkisvirði, og nú vill hann gjarnan
trúa konu, sem finnur til með honum, fyrir þessu.“
„Hverslags leyndardómar eru þetta?“ spurði drottning.
„Sú sem þekkir hinn fyrsta getur látið manninn sinn gera
hvað sem hún óskar," svaraði munkurinn.
„Nú,“ sagði drottningin og yppti öxlum. „Það eru nú engin
ósköp. Sá leyndardómur var þekktur strax á dögum Evu og hef-
ur síðan gengið að erfðum frá kyni til kyns. Hver er svo annar
leyndardómurinn ? “
„Annar leyndardómurinn varðar góðleik og visku.“
„Nú,“ sagði drottning og geispaði. „Og sá þriðji?“
„Þriðji leyndardómurinn," svaraði munkurinn, „gefurþeirri
konu sem þekkir hann óviðjafnanlega fegurð og varanlegan
æskuþokka."
„Æruverðugi faðir,“ sagði drottningin áköf. „Þann leyndar-
dóm þægi ég að vita.“