Skírnir - 01.04.1987, Page 132
126
FRANSKT ÆVINTÝRI
SKIRNIR
„Ekkert er auðveldara,“ sagði munkurinn. „Allt sem þér
þurfið að gera til þess er að leyfa töframanninum meðan hann
enn er á lífi og frjáls á fæti að halda í báðar hendur yðar og anda
þrisvar í hár yðar.“
„Láttu hann koma. Sæktu hann strax, æruverði faðir,“ sagði
drottningin.
„Það er ekki hægt,“ sagði munkurinn. „Kóngurinn hefur
stranglega skipað að þessi maður komi ekki nálægt höllinni.
Hann yrði líflátinn þegar í stað kæmi hann inn fyrir þessa múra.
Ekki viljið þér stytta þann takmarkaða tíma sem hann á eftir.“
„Já, en kóngurinn hefur því miður bannað mér að fara út fyrir
dyr, æruverði faðir.“
„Það er skaði,“ sagði munkurinn. „Þá sé ég að þér hljótið að
fara á mis við þessa dularfullu visku. En sannarlega hefði það
verið gaman að haldast ung og falleg."
„Æ, æruverði faðir. Satt segir þú. Skipun kóngsins er ósann-
gjörn en reyni ég að komast út stöðvar lífvörðurinn mig. Þú ert
hissa. Svona fer nú kóngurinn stundum með mig. Ég er mjög
vansæl kona.“
„Hjarta mínu blæðir, vesalings kona," sagði munkurinn.
„Hvílík harðstjórn. En frú. Þér ættuð ekki að virða svo ósann-
gjörn fyrirmæli. Það er skylda yðar að gera það sem yður langar
til."
„En hvernig þá?“ spurði drottningin.
„Eg sé eitt úrræði. Ef þér viljið fara í þennan poka tek ég að
mér að bera yður út úr höllinni þó að það kosti mig lífið. Og eft-
ir 50 ár þegar þér enn eruð jafn ungar og fagrar sem nú skal ég
samfagna því að þér þrjóskuðust við harðstjórninni."
„Eg fellst á þetta," sagði drottningin. „En er það nú alveg víst
að þetta er ekki uppspuni og herbragð."
„Frú," svaraði hinn heilagi maður og hneigði sig. „Svo sann-
arlega sem ég er munkur hafið þér ekkert að óttast í þessu sam-
bandi og ég skal vera hjá yður meðan þér talið við kauða."
„Og þú kemur mér til hallarinnar aftur?"
„Því lofa ég yður við drengskap minn."
„Og með leyndardóminn?" bætti drottningin við.
„Já, með leyndardóminn. En ef yðar hátign er hikandi slepp-