Skírnir - 01.04.1987, Page 133
SKÍRNIR
LITLI MAÐURINN GRÁI
127
um við þessu. Leyndardómurinn getur þá farið í gröfina með
þeim sem fann hann, nema hann trúi þá annarri konu, sem betur
treystir honum, fyrir þessu.“
Drottningin svaraði þessu ekki með öðru en því að stíga upp
í pokann. Munkurinn batt fyrir hann og tók hann á bakið og
lagði af stað yfir hallargarðinn rólegum skrefum. Þar mætti
hann kónginum sem var úti að líta eftir.
„Þú hefur borið vel úr býtum, sé ég er,“ sagði hann við
munkinn.
„Herra,“ svaraði hann. „Yðar hjartagæsku eru engin tak-
mörk sett og ég óttast að hafa misnotað örlæti yðar. Kannske
væri réttast að fara ekki lengra með pokann og það sem í honum
er?“
„Nei, nei,“ sagði kóngurinn. „Farðu bara með þetta, ær-
uverði faðir. Það er gott að losna öðru hvoru við eitthvert dót
og þetta sem þú ert með er naumast mikils virði. Það verður
ekkert syndsamlegt óhóf hjá ykkur. Verði ykkur að góðu.“
„Megi yðar hátign setjast til borðs með jafngóðri matarlyst
og við,“ svaraði munkurinn föðurlega og hélt áfram, tautandi
eitthvað sem ekki skildist — sjálfsagt latneska bæn.
Klukkan hringdi um kvöldið og kóngur fór inn og neri hend-
urnar. Hann var ánægður með sjálfan sig og þótti vænlega horfa
með hefndina að morgni og því var matarlystin í lagi.
„Er drottningin ekki komin ennþá?“ spurði hann óþolin-
móður. „Eg er svo sem ekki hissa á því. Kvenfólkið á ekki vanda
til stundvísi.“
Hann var í þann veg að setjat til borðs þegar þrír hermenn
rifu dyrnar opnar og komu inn með litla, gráa manninn.
„Herra,“ sagði einn þeirra. „Þessi skálkur var svo frekur að
ryðjast inn í hallargarðinn þrátt fyrir yðar konunglegu fyrir-
mæli. Við hefðum hengt hann strax heldur en að trufla kvöld-
verð yðar en hann fullyrðir að hann sé með skilaboð frá drottn-
ingunni og viti einhver ríkisleyndarmál.“
„Frá drottningunni?“ kallaði kóngurinn skelfdur. „Hvar er
hún? Hamingjan góða! Hvað hefurðu gert við hana?“
„Eg stal henni,“ svaraði litli maðurinn rólega.
„Hvernig fórstu að því?“ spurði kóngur.