Skírnir - 01.04.1987, Page 134
128
FRANSKT ÆVINTÝRI
SKÍRNIR
„Herra! Hver var munkurinn með stórapokann semþér lítil-
lækkuðuð yður til að segja við: Farðu bara. Verði ykkur að
góðu?“
„Það varst þú,“ sagði kóngur. „Nú er ég aldrei öruggur
framar. Einhvern daginn stelurðu mér og konungsríkinu í
þokkabót.“
„Herra! Eg er kominn til að spyrja um annað.“
„Eg er hræddur við þig,“ sagði kóngurinn. „Hver ertu?
Galdramaður eða kölski sjálfur?“
„Hvorugt, herra. Eg er bara prinsinn á Hólum. Eg var að
koma til að biðja dóttur yðar þegar ég hreppti stórviðri og
neyddist til að leita gistingar með föruneyti mitt hjá prestinum
í Skálholti. Þá vildi svo til að ég hitti vesalings heimska bóndann
og það varð upphaf tiltekta minna. Að öðru leyti hef ég bara
hlýðnast fyrirskipunum yðar.“
„Ágætt, ágætt“, sagði kóngur. „Eg skil, eða réttara sagt, ég
skil ekki neitt, en það gildir einu. Prins Hóla! Eg vil heldur eiga
þig sem tengdason en nágranna, strax og drottning kemur
aftur.“
„Hún er hér, yðar hátign. Föruneyti mitt er komið með hana
til hallarinnar."
Drottningin var dálítið miður sín af því að hafa látið ginnast
svo auðveldlega en ánægð með að fá svo slyngan mann fyrir
tengdason.
„En þú verður að segja mér þessa furðulegu leyndardóma,"
hvíslaði hún að Hólaprinsi. „Mér er talsverð forvitni á þeim.“
„Leyndardómurinn við að halda sér ætíð fallegri er að vera
sífellt elskuð,“ svaraði prinsinn.
„Já, en hvernig fer ég að því að vera alltaf elskuð?“ spurði
drottningin.
„Með því að vera góð og gleðja manninn þinn.“
„Er það þá allt? Og þú þykist vera töframaður,“ andvarpaði
drottningin gremjulega.
„Hættið nú öllum leyndardómum," sagði kóngur. „Þú færð
nógan tíma, Hólaprins, til að tala við tengdamóður þína þegar
þar að kemur. Kvöldmaturinn kólnar. Og nú skulum við eiga