Skírnir - 01.04.1987, Side 149
SKÍRNIR
RITDÓMAR
143
Er þá komið að því sem ég tel hinn meginókost ÍS: millivísanir eru ekki
nándar nærri nógu ítarlegar. Sú staðhæfing að unnt sé að „rekja sig fram og
aftur milli skyldra merkingarsviða“ stenzt engan veginn. Það vantar meira
að segja mikið á að unnt sé að rekja sig fram og aftur innan tiltölulega
þröngra merkingarsviða. Eg held að þetta verði bezt rökstutt með því að
sýna dæmi um raunverulega orðaleit.
Fyrst þarf að skýra í grófum dráttum hvernig millivísanir í IS eru sýndar.
Það er gert með þrenns konar hætti, eins og lesa má í formála ritstjórans:
Notuð er ör (—») til að vísa milli orða í bókinni. Inni í mörgum sam-
heitagreinum eru sum orð skáletruð, og merkir það að vísað er til
þess orðs til nánari skýringar. Þriðja aðferðin til millivísana er að
nota sbr. (samanber). Það var upphaflega hugsað til þess að gefa til
kynna lausari merkingatengsl en gert er með —en þessi tilvísunar-
aðferð hefur oft jafngildi beinnar tilvísunar eins og örin. Til þess
liggja tæknilegar ástæður við samningu bókarinnar. Notendur
hennar skulu hafa það í huga að ekki er grundvallarmunur á þessum
tveimur aðferðum við millivísanir. Báðar eiga að hjálpa notandanum
að finna rétta orðið.
Eins og hér segir virðist enginn verulegur munur vera á millivísunum með
ör eða skammstöfuninni „sbr.“, nemahvað skammstöfunin er miklu fátíð-
ari. Mér hefur einnig gengið erfiðlega að finna marktækan mun á millivís-
unum með ör og með skáletrun. Sú eðlilega tilgáta að skáletrun eigi að vísa
í samheiti flettiorðsins en örin í fjarskyldari orð virðist engan veginn
standast. Þess má geta að orð sem vísað er í með ör eru ævinlega skáletruð
líka, eins og til frekara öryggis. Fæ ég ekki betur séð en skáletrunin ein
hefði dugað. En slík prenttæknileg atriði eru að sjálfsögðu lítilfjörleg mið-
að við hvernig millivísunum er beitt. Og það sést bezt af dæmum.
Tilefni fyrstu orðaleitar minnar með hjálp ÍS var harla hversdagslegt,
eins og flest not orðabóka. Ég var að reyna að koma saman vísu, og mig
vantaði orð um ský. Orðið þurfti helzt að hafa þrjú atkvæði og átti einnig
að benda til að stormur eða óveður væri í aðsigi. Að sjálfsögðu fletti ég fyrst
upp orðinu ský og fann:
ský bólstur, lágskýjahnoðri, maríutása, sorti, þykkni; ft ský, hefja
e-n til skýjanna —» upphefja e-n, vegsama.
Auk þess má finna samsetningar úr orðinu ský sem flettiorð, svo sem ský-
hnodri, skýjahakki, skýjabólstur, skýjaklakkur og mörg fleiri. Eg fletti
einnig upp þeim orðum sem gefin voru upp undir ský og fann t. d.:
lágskýjahnoðri bólstur sbr. ský.