Skírnir - 01.04.1987, Síða 150
144
REYNIR AXELSSON
SKIRNIR
maríutása huluþykkni, mari, maríuþykkni, möskvaþykkni, netju-
þykkni, ský, skýjahula, tása.
Af þessu dæmi má raunar sjá það sem virðist vera meginregla í bókinni:
skáletrun þýðir í stórum dráttum að við getum gert okkur vonir um að
finna ný orð með því að fletta upp orðinu sem er skáletrað, en að jafnaði
finnum við fá eða engin ný orð á sama merkingarsviði ef við flettum upp
orði sem er ekki skáletrað. [Þessi regla er ekki án undantekninga. Undir
áfall má t. d. finna orðið „tjón“ beinletrað og án tilvísunar; en undir tjón má
finna fjölda orða sem eru ekki tilgreind undir áfall. Eins er orðið „rýt-
ingur“ beinletrað undir hnífur, en undir rjtingur má finna mörg viðbótar-
orð.] Ef óskáletrað orð hefur einnig aðrar merkingar en flettiorðið, þá finn-
um við þær oft líka þegar við flettum óskáletraða orðinu upp; undir bólstur
finnum við t. d. þetta:
bólstur —> dýna, hagindr, —> þófi', —* galti; —» ísbunga, svellbólstur;
lágskýjahnoðri, ský, skýjabakki.
Ekkert af þeim orðum sem nú voru fundin dugði mér. Mér datt þá í hug
að fletta upp orðinu óveðursský. Það reyndist vera í bókinni, og úr því er
vísað á orðið „blika 1“. Þar fann ég þetta:
blika 1 háskýjaslæða, óveðursský, slæðuský; —> móska; —> jómfrú-
gula; lítast ekki á blikuna sjá sitt óvænna.
Athugum að öll þessi orð eru fullkomlega einangruö frá þeim orðum sem á
undan eru komin, þannig að við getum ekki fundið neitt þeirra með því að
fletta upp orðinu ský. Eins og við er að búast finnst ekkert nýtt með því að
fletta upp orðunum háskýjaslaða eða slæðuský, en móska gefur okkur t. d.
þetta5:
móska blika, mistur, móða, mósta, +sefja sbr. dumbungsveður,
þoka.
Með því að fletta upp móða, dumbungsveður ogþoka fann ég enn fleiri orð,
en ekkert þeirra gat ég notað.
Mér datt nú í hug að athuga betur samsett orð sem byrja á ský. Af tilvilj-
un varð mér litið á síðuna gegnt orðinu ský og rak augun í flettiorðið skúra-
flóki, sem vísar í orðið regnský. Þar fann ég þetta:
regnský skúraflóki, úrkomuþykkni, vætuský.
Þessi fjögur orð eru fullkomlega einangruð frá öllum öðrum orðum í bók-
inni, og því engin leið að finna neitt þeirra án þess að hafa eitt hinna þriggja.