Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1987, Page 152

Skírnir - 01.04.1987, Page 152
146 REYNIR AXELSSON SKÍRNIR en muni eftir orðinu vindbólstur til að fletta upp - eða öfugt; en með öðrum hætti verða þessi orð ekki fundin í bókinni. Það er auðvelt að finna margar fleiri slíkar einangraðar tvenndir af orðum. Fram kemur í formála ritstjórans að sérhvert orð sem kemur fyrir í bókinni er jafnframt flettiorð. Þótt hvergi komi það skýrt fram virðist annarri reglu einnig fylgt: Allar tilvísanir eru gagnkvæmar í þessum skiln- ingi: ef finna má orð A með því að fletta upp orði B, þá má líka finna B með því að fletta upp A. Sé þetta rétt, þá má draga eftirfarandi ályktun: Ef frá flettiorðinu A er einungis vitnað í flettiorðið B og öfugt, þá er ekki vísað til orðanna A og B frá nokkru öðru flettiorði í bókinni. Eg hef enga undan- tekningu fundið frá þessari reglu og gef mér því að hún sé rétt. Með því að athuga af handahófi opnuna 100-101 finnum við þá eftirfarandi einangr- aðar tvenndir: erfiðiskona - verkakona, erfisdrykkja - erfi, erindisbréf - umboðsskjal, erkihvönn - ætihvönn, °existensíalismi - tilvistarstefna, eyði- tími - eilífðartími, eyðslufrekur — ósparneytinn, eyðsluhít - eyðslukló. (Undir ósparneytinn má raunar líka finna andheitið sparneytinn og út frá því fleiri andheiti.) Aðrar opnur virðast gefa álíka uppskeru. Um flestar slíkar tvenndir má spyrja svipaðra spurninga. Hve algengt ætli það sé til dæmis að einhver muni eftir orðinu ætihvönn, geri sig einhverra hluta vegna ekki ánægðan með það og fletti upp í IS til að finna orðið erkihvönn ? Miklu heldur virðist mega ímynda sér að hann muni eftir hvorugu orðinu, vanti orð yfir tiltekna hvannartegund og fletti upp orðinu hvönn til að finna það. Hann mundi þá grípa í tómt, því að hvönn er ekki flettiorð í IS. Þessi dæmi um þröngan skilning á samheitum og skort á millivísunum virðast lýsandi fyrir alla bókina. Fleiri dæmi má finna með þvl að grípa nið- ur í hana svo að segja hvar sem er. Ég læt nægja að nefna örfá í viðbót; þau eru valin af algjöru handahófi. Orðin ellihrumur og ellilegur eru hvort í sínum einangraða flokki. Orðin frumburður ogfrumgetningur mynda einangraða tvennd. Þau er því ekki unnt að finna út frá orðunum barn, afkvœmi eða öðrum orðum. Orðið karmlisti er einungis unnt að finna með því að fletta upp orðinu °gerikti eða orðum sem vísa til þess, svo sem dyrafaldur, umgerð o. fl., en ekki með því að fletta upp orðinu listi. Orðið gólflisti er ekki í bókinni. Undir kaup má finna mörg orð og tilvísanir í vinnulaun og borgun, sem aftur gefa fjölda orða og tilvísana. Ekki er þó unnt að komast þaðan í flokk orðanna ellilaun, eftirlaun, ellilífeyrir, ellistyrkur, sem er einangraður, né í einangraðan flokk sjö orða sem inniheldur m. a. orðin framfærslueyrir og lífeyrir, né í einangraðan flokk orðanna aukaborgun, aukagreiðsla, ágjöf né í einangraðan flokk orðanna dagkaup, daglaun, dagvinnukaup, né í orðið máli, þar sem aðeins er gefið orðasambandið ganga á mála hjá e-m og það skýrt með „ganga á vald e-m“, né í flokk orða sem inniheldur m. a. orðin hlunnindi, aukatekjur, fríðindi. Orðin árslaun, árstekjur, grunn- kaup, grunnlaun, mánaðarlaun, ritlaun, taxtakaup, tímakaup, vikukaup,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.