Skírnir - 01.04.1987, Page 152
146
REYNIR AXELSSON
SKÍRNIR
en muni eftir orðinu vindbólstur til að fletta upp - eða öfugt; en með öðrum
hætti verða þessi orð ekki fundin í bókinni.
Það er auðvelt að finna margar fleiri slíkar einangraðar tvenndir af
orðum. Fram kemur í formála ritstjórans að sérhvert orð sem kemur fyrir
í bókinni er jafnframt flettiorð. Þótt hvergi komi það skýrt fram virðist
annarri reglu einnig fylgt: Allar tilvísanir eru gagnkvæmar í þessum skiln-
ingi: ef finna má orð A með því að fletta upp orði B, þá má líka finna B með
því að fletta upp A. Sé þetta rétt, þá má draga eftirfarandi ályktun: Ef frá
flettiorðinu A er einungis vitnað í flettiorðið B og öfugt, þá er ekki vísað til
orðanna A og B frá nokkru öðru flettiorði í bókinni. Eg hef enga undan-
tekningu fundið frá þessari reglu og gef mér því að hún sé rétt. Með því að
athuga af handahófi opnuna 100-101 finnum við þá eftirfarandi einangr-
aðar tvenndir: erfiðiskona - verkakona, erfisdrykkja - erfi, erindisbréf -
umboðsskjal, erkihvönn - ætihvönn, °existensíalismi - tilvistarstefna, eyði-
tími - eilífðartími, eyðslufrekur — ósparneytinn, eyðsluhít - eyðslukló.
(Undir ósparneytinn má raunar líka finna andheitið sparneytinn og út frá
því fleiri andheiti.) Aðrar opnur virðast gefa álíka uppskeru. Um flestar
slíkar tvenndir má spyrja svipaðra spurninga. Hve algengt ætli það sé til
dæmis að einhver muni eftir orðinu ætihvönn, geri sig einhverra hluta
vegna ekki ánægðan með það og fletti upp í IS til að finna orðið erkihvönn ?
Miklu heldur virðist mega ímynda sér að hann muni eftir hvorugu orðinu,
vanti orð yfir tiltekna hvannartegund og fletti upp orðinu hvönn til að
finna það. Hann mundi þá grípa í tómt, því að hvönn er ekki flettiorð í IS.
Þessi dæmi um þröngan skilning á samheitum og skort á millivísunum
virðast lýsandi fyrir alla bókina. Fleiri dæmi má finna með þvl að grípa nið-
ur í hana svo að segja hvar sem er. Ég læt nægja að nefna örfá í viðbót; þau
eru valin af algjöru handahófi.
Orðin ellihrumur og ellilegur eru hvort í sínum einangraða flokki.
Orðin frumburður ogfrumgetningur mynda einangraða tvennd. Þau er
því ekki unnt að finna út frá orðunum barn, afkvœmi eða öðrum orðum.
Orðið karmlisti er einungis unnt að finna með því að fletta upp orðinu
°gerikti eða orðum sem vísa til þess, svo sem dyrafaldur, umgerð o. fl., en
ekki með því að fletta upp orðinu listi. Orðið gólflisti er ekki í bókinni.
Undir kaup má finna mörg orð og tilvísanir í vinnulaun og borgun, sem
aftur gefa fjölda orða og tilvísana. Ekki er þó unnt að komast þaðan í flokk
orðanna ellilaun, eftirlaun, ellilífeyrir, ellistyrkur, sem er einangraður, né í
einangraðan flokk sjö orða sem inniheldur m. a. orðin framfærslueyrir og
lífeyrir, né í einangraðan flokk orðanna aukaborgun, aukagreiðsla, ágjöf
né í einangraðan flokk orðanna dagkaup, daglaun, dagvinnukaup, né í
orðið máli, þar sem aðeins er gefið orðasambandið ganga á mála hjá e-m
og það skýrt með „ganga á vald e-m“, né í flokk orða sem inniheldur m. a.
orðin hlunnindi, aukatekjur, fríðindi. Orðin árslaun, árstekjur, grunn-
kaup, grunnlaun, mánaðarlaun, ritlaun, taxtakaup, tímakaup, vikukaup,