Skírnir - 01.04.1987, Page 153
SKIRNIR
RITDÓMAR
147
vikulaun er ekki að finna í bókinni. Orðin taxti og gjaldskrá mynda ein-
angraða tvennd.
Frá orðinu köttur er vísað í „kisa 1“, þar sem finna má orðin kisi, anga-
lóra, kattarangi, kisugrey, kisulóra, köttur, lóra, nóra. Hins vegar er þar
hvorki að finna orðin lœda né bögni né tilvísanir til þeirra. Þau eru hins veg-
ar hvort í sínum flokki orða, og úrþeim flokkum er vísað í flettiorðin karl-
dýr og kvendýr, þar sem talin eru upp karldýr og kvendýr nokkurra dýra-
tegunda; ekki er vísað í þessi orð frá flettiorðinu dýr. Engar samsvarandi
upptalningar eru undir flettiorðunum ungfé eða ungviði. Ekki er vísað frá
orðinu köttur í orðið kettlingur, en undir kettlingur finnum við samheitið
lambkægill og tilvísanir í orðin strákpatti og dvergur.
Orðin óðal og óðalseign mynda einangraða tvennd. Ekki er vísað frá
þeim á höfuðból eða skyld orð - né heldur öfugt.
Frá orðinu ósigur liggur engin leið til orðsins tap.
Undir skór má finna klossi, skeifa, málmvar og orð eins og fótabúnaður,
en ekki stígvél, sem er ekki í bókinni, þótt stígvélaskór og blankskór myndi
einangraða tvennd, vaðstígvél og gúmístígvél aðra. Klofstígvél, vatnsstíg-
vél eru í einangruðum flokki með fleiri orðum. Orðin inniskór, morgun-
skór, tábjörg, tátelja, tátylla mynda einangraðan flokk.
Undir vopn má finna orðin broddur, járn, stál; drápstæki, hernaðartœki,
vígbúnaður, vopnabúnaður, en engar tilvísanir í önnur orð. Orðin lagvopn
og + stingvopn mynda einangraða tvennd, nema hvað frá lagvopn er vísað í
andheitið höggvopn. Frá höggvopn er aðeins vísað í andheitið lagvopn.
Orðin exi, öx, öxi eru ekki í bókinni, hins vegar einangraða tvenndin öxar-
skalli - öxarhamar. Frá orðinu spjót er vísað ífleinn, geir, kesja, +vigur, en
atgeir er ekki í bókinni. Orðin skotvopn og byssa mynda einangraða
tvennd, en afturhlaðningur, einhleypa, framhlaðningur, marghleypa,
riffill, skammbyssa eru ekki í bókinni. Undir sprengja má finna orðin
bomba, sprengikúla, tundurdufl, en ekki er vísað í orðin púðurkerling og
kínverji, sem mynda einangraða tvennd. Orðin fallbyssa, fallstykki, stór-
skotabyssa mynda einangraðan flokk orða.
Svo mætti lengi telja.
Kannski má skýra innri gerð IS að einhverju leyti út frá hvernig hún er
til komin. Svavar gefur stutta lýsingu á framkvæmd verksins í Skírnisgrein
sinni; þar má m. a. lesa:
Efnissöfnun til orðabókarinnar fór þannig fram að ég fór yfir
Orðabók Menningarsjóðs og skráði samheiti úr henni á seðla. Sú
söfnun tók rúm þrjú ár. Jafnframt því sem ég skráði samheitin á
seðla, skrifaði ég jafnóðum millivísanir, þannig að hægt er að slá upp
á hverju því orði sem fyrirfinnst í bókinni, og er samheitunum raðað
í stafrófsröð. [...] Eftir að ég lauk við söfnun úr Orðabók Menning-