Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1987, Page 156

Skírnir - 01.04.1987, Page 156
150 REYNIR AXELSSON SKIRNIR Ef bókin væri hins vegar samin samkvæmt frjálslyndari skilningi á samheit- um, þá væri engin ástæða til að hafa þessi orð ekki með. Orðið rafmagn mundi t. d. sóma sér vel undir flettiorðunum afl eða orka. Því má skjóta hér inn að samband fag- og tæknimáls við daglegt mál verður sífellt flóknara og æ erfiðara verður að aðskilja tækniorð frá „al- mennum orðaforða“ málsins. Það hlýtur að verða (og ætti að vera orðið) eitt af meginverkefnum orðabókarhöfunda að bregðast við þessari breyt- ingu7. Þetta á líka við um höfunda samheitabóka. I Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs var reynt að gera tækniorðum sæmilega ítarleg skil; hún er eina dæmið sem ég þekki um almenna íslenzka orðabók þar sem slíkt er reynt - ég undanskil að sjálfsögðu íðorðasöfn. Einn af meginókostum Orðabókar Menningarsjóðs er hve meðferð tækniorða er áfátt, og þyrfti að bæta verulega um í næstu útgáfu. Þörfin fyrir því að algeng tækniorð séu aðgengileg og auðfinnanleg vex með hverju ári, en kannski hafa ekki allir orðabókahöfundar ennþá gert sér fulla grein fyrir henni. [í ritdómi um Sansk-íslenska orðabók í íslensku máli 1983 finnur Svavar Sigmundsson að því að undir fakultet skuli fakultet n vera skýrt með n hrópmerkt, merkt stærðfræði, ogsegir: „Þetta finnst mér of sérfræðilegt í bóksem þessari."!] Um val orða í IS get ég ekki haft mörg orð, því að ég veit ekki af hvaða reglum það hefur stjórnazt. Lauslegur samanburður á nokkrum stöðum í bókinni virðist benda til að af 100 flettiorðum í Orðabók Menningarsjóðs séu um það bil 40 í IS. Á móti koma um það bil 10 orð í IS sem eru ekki flettiorð í Orðabók Menningarsjóðs. [Mér þótti eðlilegt að miða hér við aðra útgáfu Orðabókar Menningarsjóðs, þótt vitaskuld hljóti IS að hafa verið gerð eftir fyrri útgáfunni.] Onnur lausleg talning virðist einnig stað- festa að orðafjöldi ÍS sé um það bil helmingur af fjölda flettiorða í Orðabók Menningarsjóðs. Eflaust hafa margir vonað að bókin yrði töluvert stærri. Hvorki í formála sjóðsstjórnar né í formála ritstjóra er frá því skýrt hvað réði stærðinni. Ef tekið væri tillit til orðasambanda yrði samanburðurinn við Orðabók Menningarsjóðs sennilega óhagstæðari; það vekur athygli strax og ÍS er flett hve fátæk hún er af þeim, enda kemur fram í tilvitnun hér á undan að Svavar lagði aðaláherzlu á einyrt samheiti við orðtöku á Orðabók Menn- ingarsjóðs. Af ummælum hans um að hann hafi fyrst og fremst viljað taka „virkan orðaforða málsins og hinn almenna orðaforða þess“ í bókina mætti ætla að hann hafi einkum sleppt sjaldgæfum orðum, en í því er þó enga fasta reglu að sjá; að minnsta kosti er fjölmörgum afar algengum orðum sleppt líka. Þó má vera að aðeins hallist á sjaldgæfari orðin. Nú má gera ráð fyrir að notendur samheitabókar séu frekar á höttunum eftir tiltölulega sjaldgæfum orðum en algengum; enginn þarf samheitabók til að koma fyrir sig orðinu maður, en kannski muna ekki allir eftir orðun- um greppur, rekkur, skati eða ver. Ef þeir skyldu einhverntíma þurfa á þeim að halda, þá geta þeir fundið þau (og fleiri) í ÍS með því að fletta upp orðinu maður. Þótt kannski þyki ekki öllum víst að þörf fyrir þessi orð sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.