Skírnir - 01.04.1987, Qupperneq 161
SKÍRNIR
RITDÓMAR
155
um óyggjandi rök. Þrátt fyrir þann mun sem er á efni erindanna í Lífi og
dauða og Einlyndis og marglyndis, virðist sú lífssýn, sem finna má í báðum
þessum verkum, ein og söm. Enda segir Sigurður sjálfur í eftirmála við Líf
og dauða, að lífsskoðun hans hafi tekið litlum breytingum frá því hann
neyddist til að gera sér „eins konar hagnýta stefnuskrá til þess að miða við“,
þegar hann var á mótum unglingsára og fullorðinsaldurs. „Ef einhverja af
þeim, sem veturinn 1918-19 hlustuðu á Hannesar Arnasonar fyrirlestra
mína um Einlyndi og marglyndi, sem enn eru óprentaðir, skyldi ráma í
niðurstöður þeirra, munu þeir sjá, að sjónarmiðið hér er alveg sama og
þar.“6 Kjarni þessarar lífsskoðunar kemur kannski skýrast fram í eftirfar-
andi orðum, sem finna má í Lífi og dauða: „Ef við segjum, að skyldan setji
okkur starfstakmark, en við höfum hamingjuna að leiðarmerki, þá er
þroskinn leiðin sjálf. Hann er hinn mikli samnefnari lífsins, sem allt annað
verðmætt gengur upp í.“7
Ymsir hafa bent á, að Alfur frá Vindhæli sé persónugervingur þeirrar
lífsstefnu, sem Sigurður kallar marglyndi. Og þrátt fyrir að kaflarnir um
Alf í Fornum ástum séu rýrir að efnismagni í samanburði við Einlyndi og
marglyndi, þá er vænlegt að slá upp í þessari „hillíngakendu huldufullu
sögu“ (Halldór Kiljan Laxness) til að gera sér ljósari grein fyrir merkingu
þessara hugtaka. Gefum boðbera marglyndisins, Álfi frá Vindhæli, fyrst
orðið:
Þegar eg hef dvalið um hríð á sömu slóðum, blikna blómin í kring-
um mig og sólin tapar skini sínu. Eg leita gæfunnar, og eg finn hana,
þegar eg missi hennar, því sjálf leitin er gæfan. Boðorð hennar er:
leitið og finnið ekki! Gæfan er ekki til þess að eiga hana, heldur þrá
hana og eignast, sleppa henni og minnast hennar. Gæfan er ekki ein,
heldur í ótal brotum, og gæfan er að eiga kost á öllum þessum
brotum. Sá sem tekur einn kostinn og segir: þetta er mín gæfa, þetta
er gæfan - hann hefur misst allra hinna kostanna, þúsund sinnum
meira en hann vann, jafnvel þótt hann hefði höndlað stærsta brotið.8
Þegar Alfur frá Vindhæli hefur reikað um framandi lönd, kynnst vís-
dómi allra þjóða og drukkið hvern bikar í botn, hverfur hann heim til
landsins, sem fóstraði fyrstu drauma hans og elstu minningarnar, sem hann
á. Þar hittir hann unnustu sína frá æskudögum - eitt þeirra leikfanga, sem
hann gantaðist við og fleygði síðan frá sér. Þegar hann skildi við hana síðast
lá hún á grúfu í Stekkjarbrekkunni og engdist af ekka. En gefum þá sjálfri
holdtekju einlyndisins orðið:
En þegar þú varst horfinn suður í Víkurleyninn, stóð Steinunn litla
í Haga upp, þurrkaði af sér tárin og baðaði augun í Stekkjarlæknum.
Síðan horfði hún beint í dagsbirtuna. Augun voru rauð, en glýjan
var horfin af þeim. Hún horfði á ljána í flóanum, sem þurfti að raka,